Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16132
Í ritgerð þessari er fjallað um mat á eigingjárþörf Lýsingar hf. í samræmi við 84. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, reglur nr. 215/2007 og tilskipanir ESB nr. 2006/48 og 2006/49. Metin er eiginfjárþörf með aðferðum sem fylgja annarri stoðinni í Basel II staðli.
Basel II byggir á þremur stoðum og lýtur sú fyrsta að samræmdum reglum um mat á lágmarks eiginfjárþörf fjármálafyrirtækja, en þar er áhættuþáttum skipt í útlánaáhættu, markaðsáhættu og
rekstraráhættu. Önnur stoðin gerir ráð fyrir frekara mati fjármálafyrirtækja á eiginfjárþörf, og skoðanaskiptum við eftirlitsaðila um það mat. Við matið er horft til ýmissa þátta sem geta aukið eiginfjárþörf en einnig dregið úr henni, s.s. áhættustýringu. Matið þarf að vera samofið annarri
starfsemi félagsins þ.e. að áhættumat sé sjálfsagður hluti af daglegum rekstri. Þriðja stoð Basel II reglnanna fjallar um upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja um starfsemi sína, einkum til að markaðsaðilar hafi betri mynd af starfsemi fyrirtækjanna og áhættu í rekstri þeirra.
Tilgangur þessarar skýrslu er að meta heildar eiginfjárþörf Lýsingar hf. (Lýsing, félagið, fyrirtækið) með hliðsjón af öllum mikilvægum áhættuþáttum (e. material risks) sem fylgja starfsemi félagsins. Í skýrslunni verður einkum fjallað um þá áhættuþætti í starfsemi Lýsingar, sem síður eru metnir með staðalaðferð samkvæmt fyrstu stoð Basel reglnanna, og hvernig félagið dregur úr einstökum áhættuþáttum.
Niðurstaða skýrslunnar og umfjöllun er raunverkefni og trúnaðarmál og er verkefni og fylgiskjöl þess lokað vegna viðkvæms efnis. Skýrslan felur í sér mat stjórnar félagsins á eiginfjárþörf þess með hliðsjón af starfsemi þess, stjórnskipulagi og áhættuþáttum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ICAAP - MS lokaverkefni Bifröst.pdf | 1.23 MB | Lokaður til...01.06.2035 | Heildartexti | ||
Yfirlysing_orn_2013.pdf | 80.66 kB | Opinn | Yfirlýsing | Skoða/Opna |