Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16137
Algengast er að kröfum ljúki með greiðslu. Hægt er að efna kröfu sína með öðru móti, til dæmis með skuldajöfnuði. Við skuldajöfnuð lýkur tveimur kröfum þannig að þær eru látnar jafnast og ganga upp á móti hvor annarri án þess að greiðsla fari fram eða að verðmæti skiptast um hendur.
Til þess að skuldajöfnuður geti farið fram verða eftirfarandi skilyrði að vera fyrir hendi, kröfurnar þurfa að vera sambærilegar, þær verða að vera hæfar til þess að mætast hvað greiðslutíma varðar, gagnkrafan verður að vera gild og að meginstefnu skýr og ótvíræð. Meginskilyrðið er hins vegar gagnkvæmisskilyrðið, sem þýðir að aðalkrafan og gagnkrafan verða að vera gagnkvæmar.
Hvað felst í skuldajöfnuði? Hver eru rökin að baki úrræðinu? Og hvernig verður skuldajöfnuður virkur? Í ritgerðinni verður leitast við að svara þessum spurningum. Megináherslan verður á gagnkvæmisskilyrðið, farið verður yfir meginregluna og helstu undantekningar frá því. Skoðuð verða álitaefni sem geta komið upp. Fjallað verður um hvernig gagnkvæmisskilyrðið kemur inn á tengsl félaga og fyrirtækja, annars vegar tengsl milli móður- og dótturfélaga og hins vegar milli aflandsfélaga og félaga sem eru tengd þeim. Einnig verður fjallað um mismunandi reglur sem gilda um skuldajöfnuð þegar opinberir aðilar eiga í hlut og hvenær heimilt er að skuldajafna þrátt fyrir aðilaskipti á aðalkröfu.
Að mörgu er að huga varðandi gagnkvæmisskilyrði skuldajafnaðar. Farið verður yfir hvaða meginreglur og skilyrði gilda um skuldajöfnuð við gjaldþrotaskipti, þegar fleiri en ein krafa er á sama skuldara og að lokum ef fleiri en tveir aðilar eru að kröfusambandi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Audur_Skemman_.pdf | 423.73 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |