Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1613
Ritgerðin fjallar um réttindi og skyldur fasteignasala eins og þau koma fyrir í lögum
um fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu nr. 99/2004. Leitast er við að svara þeirri
spurningu hvort viðeigandi ákvæði laganna séu þannig úr garði gerð að þau séu til
þess fallin að ná þeim markmiðum sem stefnt er að og hvort fasteignasalar starfi, og
geti starfað, í samræmi við ákvæði laganna um réttindi og skyldur þeirra.
Lagaákvæðin eru skoðuð samhliða öðrum heimildum um réttindi og skyldur
fasteignasala, svo sem skrif fræðimanna og lagafrumvörp. Fræðin eru borin saman
við starfsvenjur fasteignasala auk þess sem niðurstöður dómstóla eru reifaðar og
ályktanir dregnar af þeim. Yfirferðin leiðir til þeirrar niðurstöðu að breytingar eru
nauðsynlegar á lögunum til þess að auka virkni þeirra og tryggja réttmæta hagsmuni
aðila í fasteignaviðskiptum. Óvenju strangt eftirlit með fasteignasölum og stífar
reglur um starfshætti þeirra hafa litla þýðingu fyrir öryggi viðskiptanna ef almennt er
talið óþarft, eða jafnvel ógerlegt, að fara eftir ákvæðum laganna. Auka þarf
sérfræðiþekkingu fólks sem starfar við fasteignaráðgjöf og fasteignasölu og krefja það
um ábyrgð sem er í samræmi við þekkingu þeirra og sérsvið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.A ritgerð SSS.pdf | 624,38 kB | Lokaður | "Réttindi og skyldur fasteignasala"-heild | ||
ÚtdrátturSSS.pdf | 63,49 kB | Opinn | Útdráttur | Skoða/Opna | |
Heimildaskrá SSS.pdf | 90,22 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna | |
Efnisyfirlit SSS.pdf | 113,8 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna |