is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16140

Titill: 
 • Ísland, Norðurskautsráðið og samvinnuverkefni á norðurslóðum. Aðkoma stjórnsýslu, rannsóknaraðila og hagsmunasamtaka
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Á undanförnum árum hafa norðurslóðir fengið síaukið vægi í alþjóðamálum vegna loftslagsbreytinga. Ríki og alþjóðasamtök keppast um að fá aðgang að samtökum sem tengjast norðurslóðum, ekki síst Norðurskautsráðinu, og taka þátt í samvinnuverkefnum á vegum þeirra. Hið sama á við um vísindamenn og fræðimenn, enda hafa rannsóknir á norðurslóðum aukist til muna. Það sýnir sig best í starfi vinnuhópa Norðurskautsráðsins þar sem saman koma vísindamenn frá öllum Norðurskautsríkjunum átta ásamt fjölda áheyrnaraðila víðs vegar að úr heiminum. Í ritgerðinni er fjallað um aðild Íslands að samvinnuverkefnum á sviði norðurslóða og sjónum beint að þeim stofnunum og ráðuneytum sem koma að málaflokknum. Sérstök áhersla er lögð á þátttöku Íslendinga í vinnuhópum Norðurskautsráðsins. Í stefnu Íslands um norðurslóðamál kemur fram að vinna skuli að því að styrkja Norðurskautsráðið og efla samvinnu um málefni norðurslóða innanlands. Með vísan í kenningar í alþjóðastjórnmálum eru í ritgerðinni færð fyrir því rök að ekki hafi tekist að ná þessu markmiði vegna þess að stefnunni hafi ekki verið fylgt nógu vel eftir inn í ráðuneyti og stofnanir. Niðurstaðan er sú að skilgreina þurfi betur hverjir helstu hagsmunir Íslands séu í norðurslóðamálum og nauðsynlegt er að sett sé fram sérstök stefna um þátttöku Íslendinga í vinnuhópum Norðurskautsráðsins.
  Hér er um að ræða tilviksrannsókn (e. case study) sem er byggð á 24 viðtölum við sérfræðinga og embættismenn sem vinna að norðurslóðamálum hjá ráðuneytum, opinberum stofnunum og rannsóknastofnunum á Íslandi. Einnig voru tekin fleiri viðtöl við stjórnmálamenn, þar á meðal ráðherra og þingmenn, til að setja aðild Íslands að norðurslóðaverkefnum í pólitískt samhengi. Loks var stuðst við bækur, fræðigreinar, skýrslur stofnana, opinber fundargögn og blaðagreinar um efni sem tengjast rannsókninni með beinum og óbeinum hætti.

 • Útdráttur er á ensku

  In the last few years, the Arctic has received much international and geopolitical attention as a result of climate change. States and international organizations compete to gain access to organizations dealing with the Arctic, notably the Arctic Council, and seek to take part in multilateral regional cooperation. The same applies to international scientists and academics who are engaged in diverse research projects on the Arctic. The working groups of the Arctic Council are a case in point: they provide a venue for scientists from the Arctic Council’s eight member states as well as numerous observers states from all over the world to come together. The purpose here is to deal with the contribution of Iceland to Arctic cooperation by focusing on the role of various ministries and institutions. Special attention will be devoted to Iceland‘s participation in the Arctic Council‘s working groups. Iceland‘s Arctic policy stipulates that the Council should be strengthened and ways sought to increase Arctic cooperation between stakeholders, such as ministries, research institutions and interest groups, in Iceland. With reference to theories in international relations, the argument is put forward that the implementation of this policy has not been successful because the government has failed to coordinate Arctic cooperation and consultation within ministries and public institutions. What is needed is a better definition of what constitutes Iceland‘s Arctic interests and specific policy guidelines on Icelandic participation in the Arctic Council‘s cooperation projects and working groups.
  This is a case study, which, together with scholarly works, public reports and other written source material, is based on interviews with 24 Arctic officials, scientists and academics. In addition, interviews were conducted with politicians, including a former Foreign Minister and parliamentarians to put the subject matter in its proper political context.

Samþykkt: 
 • 9.8.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16140


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð skil 080813 - Norðurslóðamál- Sigríður Huld Blöndal.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna