is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16143

Titill: 
  • Andlitslausir uppreisnarseggir. Mótmæli í EVE-netheimum sumarið 2011
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sumarið 2011 lenti leikjafyrirtækið CCP í einum mestu hremmingum sem það hafði orðið fyrir þegar spilarar EVE Online gerðu uppreisn vegna breytinga sem gerðar höfðu verið á tölvuleiknum. CCP hafði innleitt nýjar viðbætur og komið á fót sýndarverslun, þar sem raunverulegir peningar áttu að fá stóraukið vægi. Mörg þúsund spilarar, sem óttuðust að fjárráð en ekki hæfni mundu fleyta þeim áfram í leiknum, mótmæltu þesssari ákvörðun CCP og komu í veg fyrir spilun ákveðinna hluta EVE-heimsins, New Eden. Linntu þeir ekki látum fyrr en fyrirtækið hafði dregið ákvörðun sína til baka.
    Ritgerðin fjallar um mótmælin og deilu CCP við spilara. Leitast verður við að sýna fram á að mótmælin hafi ekki sprottið upp fyrirvaralaust heldur hafi skoðanamunur milli fyrirtækisins og spilenda fyrir þau verið orsakavaldurinn. Rök verða færð fyrir því að fjórir þættir hafi vegið hér þyngst: ólíkt mat á gæðaeftirliti, samskiptavandamál, sýndarvöruverslun og fyrirtækjastefna. Lagt verður mat á áhrif deilunnar á CCP, sem varð að lokum við kröfum spilara um að hætta við áform sín um sýndarverslun og stöðvaði tímabundið innleiðingu nýs efnis. Auk þess afréð fyrirtækið að einbeita sér að því að auka gæði EVE Online. Reynsla af samráði CCP við fulltrúaráð spilara, CSM, eftir mótmælaaðgerðirnar bendir til þess að fyrirtækið hefði getað afstýrt eða dregið úr þeim skaða sem þær ollu með því að leggja meiri áherslu á bein samskipti við notendur EVE. Stefnubreyting CCP vegna mótmælanna leiddi til þess að 20 prósent starfsmanna fyrirtækisins var sagt upp. Fyrirtækið varð fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna aðgerðanna 2011 og er talið að tap þess hafi jafnvel numið einni milljón dollara. Hins vegar hefur EVE Online nú endurheimt fyrri styrk og virðist hafa unnið aftur traust spilara.

Samþykkt: 
  • 13.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16143


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Andlitslausir uppreisnarseggir. Mótmæli í EVE-netheimum sumarið 2011.pdf777 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna