is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16144

Titill: 
  • Sjómennskan er ekkert grín - Staða samfélagslegrar ábyrgðar í íslenskum sjávarútvegi árið 2013
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn var framkvæmd til mats á stöðu samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja í sjávarútvegi. Höfundar töldu að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja í sjávarútvegi væri ábótavant, vitund um hana væri lítil eða engin og að fyrirtækin stunduðu ekki virkt starf í þeim tilgangi að vera samfélagslega ábyrg. Til að meta rannsóknarspurninguna voru settar fram þrjár tilgátur og eigindleg rannsókn með djúpviðtölum framkvæmd. Notast var við spurningaramma sem saminn var með tilliti til fræðilegra skilgreininga á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja og fræðilegra skilgreininga á sjálfbærni, þar sem þetta tvennt skarast oft. Þá voru hafðir til hliðsjónar staðlar og vottanir sem samfélagslega ábyrg fyrirtæki vinna eftir. Niðurstöður rannsóknarinnar staðfestu allar tilgáturnar. Það kom í ljós að flest fyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi sinna ekki markvissu starfi í samfélagslegri ábyrgð og þekkja ekki hugtakið samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja en fyrirtækin eru þó undir þrýstingi frá viðskiptavinum um að sýna fram á vottanir á afurðinni. Fyrirtækin gefa til baka til samfélagsins og uppfylla einhverjar kröfur sem skilgreina má sem hluta samfélagslegrar ábyrgðar en það er þó ekki gert sem hluti af tiltekinni heildarstefnu í þessum málum.

Samþykkt: 
  • 13.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16144


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc - Aðalheiður og Birkir.pdf731.82 kBOpinnPDFSkoða/Opna