is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16145

Titill: 
  • Áhrif bókhaldsgagna á markaðsáhættu fyrirtækja á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skoða sambandið á milli bókhaldsgagna fyrirtækja á íslenska markaðnum og markaðsáhættu þeirra. Það er gert með því að kanna áhrif sérstakra bókhaldsbreyta fyrirtækja á markaðsbetu þeirra. Val á þessum bókhaldsbreytum var byggt á fyrri rannsóknum, en breyturnar voru innri áhætta, umfang rekstrar- og fjármagnsvogunar. Fyrri rannsóknir sýndu skýr jákvæð áhrif þessara breyta á markaðsbetu fyrirtækis. Því voru tilgáturnar í þessari rannsókn þær að eftir því sem þessar bókhaldsbreytur hækkuðu, því hærri varð markaðsbetan, og þar með markaðsáhættan.
    Oft er munur á milli þess sem fræðin segja og hefðbundinna starfshátta fyrirtækja við verðmat og var því tekið viðtal við Þorgeir Jónsson, verkefnastjóra hjá Ernst og Young á Íslandi, til að fá betra innsæi í þann mun. Stuðst var við markaðs- og bókhaldsgögn fyrirtækja á íslenska hlutabréfamarkaðnum fyrir 2007 við gerð rannsóknarinnar. Niðurstöður sýndu að ekki var samband á milli markaðsáhættu og bókhaldsgagna þessara fyrirtækja. Helstu skýringar þess eru hve óþroskaður íslenski markaðurinn er og hve miklar sviptingar hafa verið á honum. Þetta leiðir til þess að takmörkuð gögn liggja fyrir um fyrirtæki á íslenskum markaði og því erfitt að draga ályktanir út frá þeim.

Samþykkt: 
  • 13.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16145


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif bókhaldsgagna á markaðsáhættu fyrirtækja á Íslandi.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna