is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16147

Titill: 
  • Fjármálalæsi háskólanema og háskólamenntaðra einstaklinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari könnun voru tvær tilgátur rannsakaðar. Annars vegar: Er þörf á aukningu í kennslu greina er varða fjármálalæsi á grunnstigi háskólanáms? og hins vegar Karlkyns háskólanemar og háskólamenntaðir karlar eru fjármálalæsari heldur en kvenkyns háskólanemar eða háskólamenntaðar konur. Rannsóknin var framkvæmd í mars 2013. Þar fengust 1.173 svör og var spurningakönnunin send á stéttarfélög og ýmsa háskóla á Íslandi.
    Í þessari skýrslu var farið yfir hvað fjármálalæsi er og þær ýmsu skilgreiningar þess auk þess sem skýrluhöfundar komu með sína eigin skilgreiningu á fjármálalæsi. Farið var yfir helstu erlendu rannsóknir ásamt þeim sem hafa verið gerðar innanlands. Jákvæðar og neikvæðar hliðar fjármálalæsis voru einnig skoðaðar ásamt leiðum til úrbóta varðandi fjármála ólæsi fólks. Kennsla á háskólastigi var skoðuð þar sem farið var yfir vægi áfanga tengdum aukningu í fjármálalæsi eftir námssviðum þar sem sviðum var raðað eftir styrkleika.
    Niðurstöður sýndu að fjármálalæsi háskólanema og háskólamenntaðra einstaklinga þarfnast ekki umbóta. Engu að síður mæla skýrsluhöfundar með að allir nemendur á grunnstigi háskólanáms en ekki eingöngu á grunn- og framhaldsskólastigi þurfi að minnsta kosti að sitja einn eða fleiri áfanga tengdum fjármálalæsi. Niðurstöður sýndu einnig að kynbundinn munur var á fjármálalæsi þar sem karlar höfðu almennt meiri fjármálalæsi heldur en konur.

Samþykkt: 
  • 13.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16147


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjármálalæsi.pdf1,07 MBLokaður til...01.03.2138HeildartextiPDF