is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16157

Titill: 
  • Sönnun í sakamálum. Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í upphafi ritgerðarinnar er almennt fjallað um réttarríkið og sögulega þróun dómstólaskipan á Íslandi. Í réttarsögu okkar Íslendinga bjuggum við lengst af við þrjú dómstig, en með stofnun Hæstaréttar Íslands árið 1920 urðu dómstigin tvö og hefur sú skipan haldist óbreytt síðan. Hin séríslenska tveggja þrepa dómaskipan hefur sætt gagnrýni undanfarin ár og er viðfangsefni þessarar ritgerðar fyrst og fremst að skoða hvort heppilegt og jafnvel nauðsynlegt sé að setja á stofn millidómstig til að tryggja að meginreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu á áfrýjunarstigi sé fylgt í framkvæmd á fullnægjandi hátt. Því næst tekur við almenn umfjöllun um meginreglu réttarfars um rétt manna til réttlátrar málsmeðferðar, sem fram kemur í 70. gr. stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og Mannréttindasáttmála Evrópu. Meginreglan um milliliðalausa sönnunarfærslu er þáttur í réttlátri málsmeðferð og verður ítarlega fjallað um hana og afstöðu íslensks réttar til meginreglunnar að lokinni almennri umfjöllun um rétt manna til að fá úrlausn dómstóls á fyrsta dómstigi tekna til endurskoðunar fyrir æðri dómi. Því hefur verið haldið fram að núverandi dómstólaskipan á Íslandi brjóti gegn meginreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu í sakamálum hvað varðar sönnunarfærslu fyrir Hæstarétti Íslands þar sem ekki hefur tíðkast í framkvæmd að rétturinn endurmeti niðurstöðu héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar. Vegna þessa hefur sú spurning oft vaknað hvort þörf sé á að breyta íslenskri dómstólaskipan til að stuðla að því að meginreglan sé höfð í heiðri. Er í ritgerð þessari leitast við að svara þeirri spurningu hvort stofnun millidómstigs geti verið rétt svar við þeirri spurningu.

Samþykkt: 
  • 15.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16157


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Hólmfríður Björnsdóttir.pdf369,23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna