en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/16161

Title: 
  • Energy and protein intake at the Department of Cardiothoracic surgery, Landspítali – The National University Hospital of Iceland. Monitoring the implementation of a validated simple screening tool for malnutrition in hospitalized patients
  • Title is in Icelandic Orku og próteinneysla sjúklinga á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala. Eftirfylgni með innleiðingu á gildismentu eyðublaði til að skima fyrir vannæringu sjúklinga
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Background and Objective: Icelandic studies suggest that prevalence of malnutrition at Landspitali – The National University Hospital (LSH) is 20-60%, depending on patient groups. Malnutrition among patients is considered to increase risk of complications. The objectives of this thesis were: 1) To monitor the implementation of a validated simple screening tool for malnutrition (SSM) at LSH by assessing the number of patients screened in each month from December 2011 to November 2012, 2) To estimate energy and protein intake of patients at the Department of Cardiothoracic surgery, LSH and compare with estimated energy and protein requirements, and 3) To evaluate the method recommended for estimating energy and protein requirements in the Clinical Guidelines on Nutrition for Hospitalized patients at LSH.
    Methods: Number of screened patients was estimated each month from December 2011 to November 2012. Nutritional status was estimated using a simple screening tool for malnutrition (SSM), the patients who scored 0-2 points were categorized as well-nourished, those who scored 3-4 points were categorized as at risk of malnutrition and those who scored ≥5 points were categorized as malnourished. The screening was monitored at the Department of Cardiothoracic surgery, LSH. Subjects in the project related to aim two were patients admitted to the Department of Cardiothoracic surgery, LSH. The energy and protein content of meals served by the hospital‘s kitchen is known. Starting at least 48 hours after surgery, all leftover food and drinks were weighed and recorded for three consecutive days. Energy and protein requirements were estimated according to Clinical Guidelines on Nutrition for Hospitalized patients at LSH (25-30 kcal/kg/day and 1.2-1.5 g/kg/day, respectively). The accuracy of energy expenditure equations was estimated by viewing other studies (aim 3).
    Results: From December 2011 to November 2012 the number of screened patients per month was 17 and increased to being 288 per month. Number of screened patients was higher at the wards that had an active encouragement. Results are presented for 61 patients. The average energy intake was 19±5.8 kcal/kg/day. Protein intake was on average 0.9±0.3 g/kg/day. Most patients (>80%) had an energy and protein intake below the lower limit of estimated energy and protein needs, even on the 5th day after surgery. According to the nutritional assessment 14 patients (23%) were defined as either malnourished or at risk for malnutrition. This group was closer than the well-nourished group to meeting their estimated energy and protein requirements. The use of nutrition drinks was more common among malnourished patients and those at risk of malnutrition than the well-nourished patients. According to the literature search conducted as part of this thesis work there is no new evidence supporting that other equations should be used for surgical patients than the ones currently recommended in the Clinical Guidelines on Nutrition for Hospitalized patients at LSH. Ideally, energy expenditure should be measured using IC whenever possible.
    Conclusion: The results suggest that screening for malnutrition is not far advanced. By monitoring the screening might increase the success. The results also suggest that the energy and protein intake of patients is below estimated requirements, even on the 5th day after surgery. Attention must be paid to malnutrition and nutrition in general in the hospital wards.

  • Abstract is in Icelandic

    Bakgrunnur og markmið: Niðurstöður íslenskra rannsókna benda til þess að tíðni vannæringar sé 20-60% á Landspítala, mismunandi eftir sjúklingahópum. Vannæring meðal sjúklinga er talin tengjast aukinni tíðni fylgikvilla. Markmið verkefnisins var þríþætt: 1) Að
    fylgja eftir innleiðingu á skimun fyrir vannæringu á Landspítala, 2) að meta orku- og próteinneyslu sjúklinga á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala og bera saman við áætlaða orku- og próteinþörf og 3) að meta jöfnur sem mælt er með að nota til þess að áætla orku- og próteinþörf sjúklinga í klínískum leiðbeiningum um næringu sjúklinga á Landspítala.
    Efniviður og aðferðir: Fjöldi skimaðra sjúklinga á LSH var metinn í hverjum mánuði á tímabilinu desember 2011 til nóvember 2012. Næringarástand (líkur á vannæringu) var metið með gildismetnu 7 spurninga skimunareyðublaði þar sem 0-2 stig gefa til kynna litlar líkur á vannæringu, 3-4 stig ákveðnar líkur á vannæringu og ≥5 stig sterkar líkur á vannæringu.
    Eftirlit var haft með innleiðingu skimunar á hjarta- og lungnaskurðdeild. Þátttakendur í þeim hluta verkefnisins sem snéri að markmiði tvö voru sjúklingar sem lögðust inn á hjarta- og
    lungnaskurðdeild. Orku- og próteininnihald 5 aðalmáltíða sem framreiddar eru frá eldhúsi LSH er þekkt. Þegar liðnar voru að minnsta kosti 48 klukkustundir frá aðgerð voru allir matarafgangar, ásamt millibitum, vigtaðir og skráðir í þrjá daga samfellt. Orku- og próteinþörf var áætluð út frá neðri mörkum gilda í klínískum leiðbeiningum um næringu sjúklinga (25-30 hitaeiningar/kg líkamsþyngdar/sólarhring og 1,2-1,5 grömm/kg
    líkamsþyngdar/sólarhring, miðað við kjörþyngd). Gildi jafna sem notaðar eru til að meta orku- og próteinneyslu sjúklinga var kannað með skoðun vísindagreina (markmið 3).
    Niðurstöður: Fjöldi skimaðra skjúklinga á LSH jókst úr 17 (1%) í 288 (12%) á tímabilinu desember 2011 til nóvember 2012. Skimun var algengari á þeim deildum þar sem eftirlit var öflugast. Niðurstöður um orku- og próteinneyslu sjúklinga á hjarta- og lungnaskurðdeild LSH eru birtar fyrir 61 sjúkling. Orkuneysla var að jafnaði 19±5,8 hitaeiningar/kg líkamsþyngdar/sólarhring. Meðalpróteinneysla reyndist vera 0,9±0,3 grömm/kg líkamsþyngdar/sólarhring. Þorri þátttakenda (>80%) náði ekki lágmarksviðmiðum fyrir orkuneyslu annars vegar og próteinneyslu hins vegar og átti það við um alla skráningardagana þrjá. Við mat á næringarástandi reyndust 14 sjúklingar (23%) annaðhvort vera vannærðir (≥5 stig) eða í hættu á vannæringu (3-4 stig). Orku- og próteinneysla þeirra var að jafnaði nær áætlaðri orku- og próteinþörf en neysla þeirra sjúklinga sem voru vel nærðir (0-2 stig), sem að hluta til mátti rekja til almennari notkunar næringardrykkja. Ekki fundust upplýsingar um að önnur jafna kæmi betur út heldur en sú sem er mælt með í klínískum leiðbeiningum um næringu sjúklinga á LSH fyrir skurðsjúklinga. Ef mögulegt er væri æskilegast að meta orkuþörf sjúklinga með efnaskiptamæli (indirect calorimetry).
    Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að innleiðing á skimun fyrir vannæringu á LSH sé skammt á veg komin. Eftirlit með skimun fyrir vannæringu gæti aukið árangur innleiðingar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda jafnframt til þess að áætlaðri orku- og próteinþörf sjúklinga á hjarta- og lungnaskurðdeild sé ekki fullnægt, jafnvel ekki á 5. degi eftir aðgerð, ef fylgja á klínískum leiðbeiningum um næringu sjúklinga á LSH. Huga þarf betur að næringu inniliggjandi sjúklinga, allt frá vönduðu mati á næringarástandi til viðeigandi næringarmeðferðar.

Sponsor: 
  • Sponsor is in Icelandic Vísindasjóður Landspítala
Accepted: 
  • Aug 16, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16161


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MS Ritgerð - Dagný Ösp Vilhjálmsdóttir.pdf1.37 MBOpenHeildartextiPDFView/Open