Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/16166
Rannsóknar- og eftirlitshlutverk Alþingis og breska þjóðþingsins : þáttur þeirra í þingeftirliti
Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir hlutverki eftirlits- og rannsóknarnefnda Alþingis og breska þjóðþingsins og þætti þeirra nefnda við þingeftirlit. Umfjöllun og samanburður um starfshætti nefnda þessara þjóðþinga þótti áhugaverð sökum langrar hefðar þingeftirlits í Bretlandi og eins vegna þess að í Bretlandi, líkt og á Íslandi, tíðkast ákveðin átakastjórn. Með nýlegum breytingum á þingskapalögum hér á landi er í fyrsta sinn kveðið á um þingeftirlit í lögum.
Þá hefur kerfi fastanefnda Alþingis verið endurskipulagt og hlutverki þeirra breytt nokkuð. Eins er kveðið á um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra í lögunum. Þessar breytingar, auk setningar laga um rannsóknarnefndir og breytinga á verklagsreglum fastanefndanna hafa styrkt lagaumhverfi
þingeftirlits mjög og er það nú eins gott og á verður kosið. Stjórnskipun Bretlands er um margt ólík þeirri íslensku en nefndarstarf gegnir miklu hlutverki í störfum þingsins. Þar fylgir hver fastanefnd þingsins samsvarandi ráðuneyti, fylgist með störfum þess og veitir því aðhald. Gagnlegt getur
reynst að kanna störf eftirlits- og rannsóknarnefnda þessa tveggja þjóðþinga, hlutverk þeirra við þingeftirlit og bera saman, þó ólík séu.
| Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
|---|---|---|---|---|---|
| Bergþóra Rúnarsdóttir.pdf | 3,14 MB | Open | Heildartexti | View/Open |