is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16173

Titill: 
  • Samfélagsábyrgð og sjálfbærni í norskum olíuiðnaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að leggja mat á samfélagsábyrgð og sjálfbærni í norskum olíuiðnaði. Þá er reynt að leggja mat á að hve miklu leyti má heimfæra innleiðingu hugtakanna til norskra yfirvalda og síðan olíufyrirtækjanna sjálfra. Rannsóknin er bæði unnin með eigindlegum rannsóknaraðferðum þar sem rannsóknargögnum var aflað með viðtölum en einnig með gagnaöflun á heimasíðum olíufyrirtækjanna sem veittu höfundi viðtöl. Þar fyrir utan var gagna aflað hjá ýmsum hagsmunasamtökum og opinberum stofnunum í tengslum við olíuiðnaðinn. Áhuginn að rannsókninni kviknaði eftir að ríkisstjórn Íslands veitti leyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu svokallaða í janúar 2013.
    Tvö fyrirtæki veittu höfundi viðtal, þau eru Eni Norge og GDF SUEZ E&P Norge. Bæði fyrirtækin hafa lengi verið þátttakendur í norskum olíuiðnaði og eru jafnframt í hópi tíu stærstu olíufyrirtækjanna sem eru með starfsemi þar.
    Niðurstöður leiddu í ljós að olíufyrirtækin tvö höfðu bæði innleitt marga staðla og viðmið í tengslum við samfélagsábyrgð og sjálfbærni og gátu bent á hvernig þau nýttu sér hugtökin í tengslum við starfsemi þeirra í norskum olíuiðnaði. Þó að fyrirtækin væru að gera ýmsa jákvæða hluti fyrir samfélögin þar sem þau voru með starfsemi lágu áherslur þeirra í öryggis- og umhverfismálum. Þá vildu talsmenn fyrirtækjanna tveggja meina að í norskum lögum og reglugerðum væri ekki gerðar miklar kröfur um samfélagsábyrgð og sjálfbærni nema þá í tengslum við öryggis- og umhverfismál sem fá mikið vægi í norskum reglum tengdum olíuiðnaðinum.

Samþykkt: 
  • 20.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16173


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_í_viðskiptafræði_2013_Óskar_Björnsson_síðasta_útgáfa.pdf867.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna