is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16175

Titill: 
  • Rafræn viðskipti : þarfir smásala fyrir rafrænar upplýsingar frá heildssölum
  • Titill er á ensku Electroncic business - retailers' needs for information in electronic format from brand owners
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þörf fyrir upplýsingar á rafrænu formi hefur aukist mikið á undaförnum áratugum og líklega mun þörfin aukast enn á komandi árum. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna þarfir verslana sem selja matvæli fyrir rafrænar upplýsingar um vörur. Upplýsingarnar yrðu aðgengilegar í Gagnalaug, miðlægri gátt sem ráðgert er að setja á fót. Tekin voru viðtöl við þrjá aðila af smásölumarkaði og úr þeim unnar niðurstöður þar sem þörf á upplýsingum var skilgreind. Einnig var unnin SVÓT greining þar sem fram komu helstu styrkleikar, veikleikar, tækifæri og ógnanir við það fyrirkomulag að nálgast rafræn gögn í gagnalaugar.
    Helstu niðurstöður voru þær að verslanirnar sjá mikinn ávinning í því að nálgast upplýsingar um vörur rafrænt. Verslanir þurfa upplýsingar um vöruheiti, vörunúmer birgja, upprunaland, upplýsinga til þess að reikna samanburð við aðrar vörur og fjölda í ytri magneiningum. Meðal helstu styrkleika má nefna tímasparnað og fækkun mistaka. Sem veikleika má telja að viðmælendur treysta ekki gagnalaugum til þess að halda utanum trúnaðarupplýsingar, svo sem tölur um verð til einstakra aðila eða seldar einingar hjá ákveðnum verslunum.
    Helsta ógnin er sú að möguleiki er á að gögn séu nú þegar ranglega skráð hjá þeim sem halda utan um þau, en sú hefur verið raunin erlendis. Helstu tækifæri liggja í einfaldari samskiptum milli heildsala, smásala og opinberra aðila sem þurfa á upplýsingum um vörurnar að halda.

Samþykkt: 
  • 20.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16175


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerð_Sigurður_Vignir (2).pdf791.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna