is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16180

Titill: 
  • Raunfærnimat starfsfólks fjármálafyrirtækja
  • Titill er á ensku Validation of actual skills for employees of the financial sector
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvað félagsmenn SSF, sem hafa farið í gegnum raunfærnimat, hafa gert í framhaldi af raunfærnimatinu sem í boði var á vegum SSF, Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Rannsóknarspurningin er: Hefur þátttaka í raunfærnimati hvatt starfsfólk til að sækja sér meiri menntun? Við vinnslu rannsóknar var stuðst við megindlegar og eigindlegar rannsóknir og voru þær vísbendingar sem þar komu fram notaðar til að greina viðfangsefnið. Tilgáta 1 er að félagsmenn hafa hugað að frekara námi í kjölfar raunfærnimats. Eftir að raunfærnimati lauk þá voru 70% aðspurðra sem hugsuðu um að bæta við sig menntun en 57% aðspurðra langaði að bæta við sig menntun. Ástæða þess að svarendur tóku þátt í raunfærnimati var í 64% tilvika sú að þau langaði að læra eitthvað nýtt. Spurt var hvort svarandi hafi farið í skóla að loknu raunfærnimati en þá kom í ljós að 28% aðspurðra bætti við sig menntun. Þetta er töluvert lægra hlutfall en kemur fram í könnun Sólveigar R. Kristinsdóttur (2013) þar sem 5 af 8 svarendum eða 63% fóru í ýmis konar nám en hún nefnir líka að annmarkar þeirrar könnunar sé hve fáir lýsa reynslu sinni (Sólveig R. Kristinsdóttir, 2013). Aldur virðist einnig vera hindrun þar sem hlutfallslega fleiri fara í nám á yngsta aldurbilinu en síðan dregur hratt úr, því eldri sem svarendur eru. Tilgáta 2 er að félagsmenn hafa áhuga á starfsþróun í kjölfar raunfærnimats. Þeir sem fóru í gegnum raunfærnimatið höfðu áhuga á því að þróast í starfi en 90% aðspurðra sem voru sammála eða mjög sammála því. Það sýnir væntanlega áhugann sem svarendur hafa á að þróast í starfi og takast á við meira krefjandi verkefni. Þá taldi 45% aðspurðra að það hefðu orðið breytingar í starfi þeirra eftir raunfærnimat. Helstu breytingar sem fram komu eru að viðkomandi fékk tilfærslu í starfi, breytt ábyrgðarsvið sem rekja má til raunfærnimats og starfsþróun innan fyrirtækisins. Það virðist almennt vera mikill vilji meðal svarenda til að takast á við fleiri verkefni og fá að þróast í starfi. Það er mikill áhugi á starfsþróun innan þessa hóps og 83% svarenda fannst raunfærnimat góð leið til þess að sjá hvernig hann/hún stendur en uppgötvar jafnframt að eigin kunnátta og færni er meiri en við var búist. Fram kom að raunfærnimat hefði hjálpað svarendum að einhverju leyti að bæta störf/kjör þeirra og svarendur fengu staðfestingu á eigin þekkingu og færni.

Samþykkt: 
  • 20.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16180


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudny_Sigridur_Magnusdottir_BSRG_104_12 (1).pdf1,03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna