is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16186

Titill: 
 • Starfsmannasamtöl hjá Fjarvakri
 • Titill er á ensku Fjárvakur's employee evaluations
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessu lokaverkefni er fjallað um viðhorf starfsmanna og stjórnenda Fjárvakurs til starfsmannasamtala.
  Tvær rannsóknir voru framkvæmdar, megindleg rannsókn þar sem spurningakönnun var lögð fyrir 49 starfsmenn Fjárvakurs og eigindleg rannsókn í formi viðtala þar sem rætt var við 10 stjórnendur fyrirtækisins.
  Markmiðið með könnununum var að komast að viðhorfum stjórnenda og starfsmanna Fjárvakurs til starfsmannasamtala og hvernig þeir upplifa þau. Einnig var kannað hvort stjórnendur og starfmenn fyrirtækisins telji starfsmannasamtöl gagnleg.
  Spurningakönnunin leiddi í ljós að almennt eru starfsmenn Fjárvakurs mjög jákvæðir í garð starfsmannasamtala. Markmiðin sem fyrirtækið hefur sett sér með samtölunum virðast ekki skila sér til starfsmannanna sem gerir það að verkum að þeir sýna henni margir hverjir mikið áhugaleysi og sumir jafnvel neikvæðni. Starfsmenn hafa góða upplifun af starfsmannasamtölunum sjálfum og upplifa þau sem tvíhliða boðskipti og alla jafnan virðist vera gott samband milli starfsfólks og stjórnenda. Þegar eftirfylgnin var skoðuð þá var mikill meirihluti sammála um að hún væri sama og engin og mikilvægt væri að laga hana.
  Viðtölin leiddu í ljós að stjórnendur eru almennt mjög jákvæðir í garð starfsmannasamtala en eru flestir sammála um að ekki sé nógu vel að þeim staðið hjá Fjárvakri. Það sem mörgum þeirra fannst ábótavant var þjálfun og kennsla og vildu að það yrði lögð áhersla á það í framtíðinni. Með því væri hægt að auka sjálfstraust stjórnenda gagnvart þessari framkvæmd og að það myndi skila sér í betri niðurstöðum. Stjórnendur voru sammála starfsmönnunum um það að eftirfylgninni væri mikið ábótavant og að það yrði að laga ef halda ætti þessari framkvæmd áfram.

Athugasemdir: 
 • Ritgerðing er lokuð til 2018
Samþykkt: 
 • 20.8.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16186


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Starfsmannasamtöl_hjá_Fjárvakri.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna