Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1619
Þróunarsamvinna hefur verið hluti af alþjóðasamfélaginu síðustu áratugina en ekki eru allir sammála um hverju hún á að áorka. Það er til sá hópur fólks sem vill meina að þróunarsamvinna eigi að miða að því að bæta mannréttindi. Síðustu ár hefur þróunarsamvinna sótt í sig veðrið og verkefnin orðin viðameiri. Í kjölfarið hefur þróunarsamvinna sætt mikilli gagnrýni og eru margir sem halda því fram að hún sé jafnvel gagnslaus á meðan aðrir halda því gram að hún sé afar gagnleg.
Þrjú ólík verkefni á vegum Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) eru skoðuð frá sjónarhorni lögfræðinnar. Mun það leiða í ljós hvað völd verkefni á vegum ÞSSÍ eigi sameiginlegt með alþjóðamannréttindum og að hvaða leiti þau bæta mannréttindi og komast að því hvort og hvað betur mætti fara. Til að skera úr um það eru verkefnin þjú borin saman við stjórnarskrár Namibíu og Íslands, alþjóða samninga sem þessi lönd hafa undirritað og þúsaldarþróunarmarkmiðin (Millenium Development Goals).
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
SKEMMAN.pdf | 305.51 kB | Opinn | "Human Rights in Human Development Co-operation"-heild | Skoða/Opna |