Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16194
Í upphafi ritgerðarinnar verður gert grein fyrir sviði skaðabótaréttar og vátryggingarréttar. Inntak hugtaksins gáleysi verður rakið með sérstakri áherslu á stórkostlegt gáleysi. Gáleysi er eitt af tveimur saknæmisskilyrðum sakarreglunnar. Í því samhengi verður gert grein fyrir sakarreglunni og síðar þrengt niður í stórkostlegt gáleysi á sviði skaðabótaréttar og vátryggingarréttar. Einnig verða viss lagaákvæði skoðuð sem heyra undir þessi tvö réttarsvið, þ.e. 2. mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, 2. mgr. 27. gr. laga, nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga og 1. mgr. 90. gr. sömu laga. Þessi lagaákvæði eiga það sameiginlegt að í dómum Hæstaréttar Íslands hafa þau verið notuð sem tilvísun í stórkostlegt gáleysi í málum er varða skerðingu eða brottfall bótaréttar úr slysatryggingu ökumanns.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð_-_Agnes_Ýr_Stefánsdóttir.pdf | 511,47 kB | Lokaður til...01.06.2050 | Heildartexti |