is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16197

Titill: 
  • Endirinn skyldi í upphafi skoða. Embættisveitingar - Samanburður fyrir og eftir efnahagshrunið 2008
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu rannsóknarverkefni er skoðað ráðningarferli að undangenginni embættisveitingu á tímabilinu 2004 til 2012. Skoðað er hvort breyting hafi átt sér stað á ráðningarferlinu í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Verkefninu er ætlað að gefa innsýn í ráðningarferli er á sér stað við skipun í embætti, annmarka þess, hvaða atriði það eru sem einna helst þurfi að bæta og hvort farið er eftir settum lögum og reglum. Varpað er ljósi á það hvort ráðning geti talist fagleg með hliðsjón af mannauðsstjórnun og hvernig fræði mannauðsstjórnunar geta haft áhrif á gæði ráðninga.
    Um er að ræða 68 embættisveitingar á rannsóknartímabilinu, 40 fyrir hrun og 28 eftir hrun, sem allar uppfylltu skilyrði 13. töluliðar 22. gr. starfsmannalaga. Við úrvinnslu og greiningu gagna var notuð innihaldsgreining sem er blanda að eigindlegri og megindlegri rannsóknaraðferð.
    Helstu niðurstöður þessa rannsóknarverkefnis gefa til kynna að breytingar hafi orðið til batnaðar á ráðningarferlinu á umræddu rannsóknartímabili. Bæði fyrir og eftir efnahagshrunið hefur stjórnsýslan í flestum tilvikum farið eftir lögum og reglum sem í gildi voru á hverjum tíma.
    Útfærsla starfsauglýsinga var betri eftir hrun en fyrir, en birting starfsauglýsinga í Lögbirtingablaði var í flestum tilvikum eins og lög kveða á um. Skipuð var hæfnisnefnd og skipað var í embætti að fenginni umsögn/tillögu stjórnar stofnunar þegar lög kváðu svo á um. Fyrir hrun var oftar leitað til ráðningarskrifstofa/ráðgjafafyrirtækja, en á tímabilinu eftir hrun var oftar stuðst við hæfnisnefndir og var það gert oftar en lög kváðu um. Ráðningarferlið var oftar í anda mannauðsstjórnunar á tímabilinu eftir hrun, sé litið til þess að betur var staðið að starfsgreiningu í kjölfar hrunsins. Vegna ófullnægjandi gagna var ekki hægt að leggja mat á þær ráðningaraðferðir sem notaðar voru, þau viðmið sem höfð voru til hliðsjónar í ráðningarferlinu og hvort málefnaleg sjónarmið lágu að baki ákvörðun um hver skipaður var í embætti hverju sinni. Þessi niðurstaða gefur tilefni til að ætla að vakning hafi orðið á mikilvægi mannauðsstjórnunar á því tímabili sem þetta rannsóknarverkefni tekur til.

Samþykkt: 
  • 20.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16197


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berglind Möller - 20.08.2013.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna