Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16198
Síðustu ár er eins og heimurinn hafi skroppið saman.
Áhrifa hnattvæðingarinnar(e.globalization)gætir allt í kringum
okkur. Það er eins og við séum nær öðrum löndum en áður, þó
fjarlægðin sé vissulega sú sama.
Hraðinn er orðinn svo mikill, samskiptin svo ör og auðveld og
þar með hafa markaðssvæði fyrirtækja stækkað.
Þetta hefur sína kosti þar sem fleiri fyrirtæki hafa tækifæri
til að auka starfsemi sína. Á sama tíma er þó erfitt að vekja
eftirtekt í upplsýsingafrumskóginum. (Kotler, Armstrong, Wong
og Saunders,2008). Fyrirtæki hafa þurft að bregðast við þessum
breytingum með því að endurhugsa markaðssetningu sína til að
vekja athygli og eftirtekt – og ná hinu margumrædda samkeppnisforskoti.
Segja má að þjónustufyrirtæki selji tilfinningar og upplifanir
frekar en vörur. Viðskiptavinir halda engu eftir þegar þeir
hafa lokið viðskiptunum nema minningum um það hvernig var.
Það eru því ekki sömu áherslur í markaðsmálum hjá þeim sem selja
vörur og þeim sem selja þjónustu. Þeir sem selja þjónustu þurfa
að leggja áherslu á að stjórna þeirri upplifun sem hver og einn
verður fyrir þegar hann kaupir þjónustuna. Aðferðir mannauðsstjórnunar koma þarna inn á sjónarsvið markaðsstjórans.
Til að unnt sé að skapa ákveðna upplifun, með það að marki að
skapa virði fyrir viðskiptavini og þar með aðgreiningu, þarf
að halda rétt á spilunum við val starfsmanna og þjálfun þeirra.
Fyrirtæki sem tekst að skapa sér samkeppnisforskot vegna mannauðsins sem starfar innan veggja þess hefur sterka aðgreiningu frá öðrum. Aðgreining með framúrskarandi mannauði er
eitthvað sem keppinautar geta ekki ,,afritað” og er því afar
sterk. (Kotler, Bowen og Makens, 2009).
Í þessu verkefni verða leiðir til þessa teknar til athugunar,
og heimfærðar á starfsemi veitingastaðarins Gló.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-Ritgerð_ÓttaÖspJónsdóttir_Bifröst.pdf | 1,33 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |