is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16200

Titill: 
  • Ímynd Kirkjubæjarklausturs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er ímynd Kirkjubæjarklausturs, bæjar sem telur aðeins 120 íbúa en myndar stærstu byggð Skaftárhrepps í Vestur-Skaftafellssýslu. Með því að greina ímynd staðarins er hægt að finna út með hvaða aðferð best er að markaðssetja staðinn fyrir ferðamenn, innlenda sem og erlenda. Ritgerð þessi er unnin með fullu samþykki sveitastjóra Skaftárhrepps, Eyglóar Kristjánsdóttur. Við rannsóknina var notast við spurningakönnun sem innihélt 23 spurningar. Spurningakönnunin var netkönnun sem dreift var á samskiptavefnum fésbók. Könnunin var höfð opin á netinu í viku, dagana 20.-27. febrúar 2013. Vegna nokkurra annmarka við spurningakönnuna myndi hún ekki teljast marktæk á fræðilegum skala og niðurstöður hennar því ekki marktækar. En vonin er að hún gefi skemmtilega mynd af því hvaða ímynd þeir þátttakendur sem svöruðu henni hafa á Kirkjubæjarklaustri. Svarendur voru 136. Niðurstöður könnunar voru sundurliðaðar í þrjá liði, fyrst var skoðaður bakgrunnur þátttakenda, því næst viðhorf þeirra til Kirkjubæjarklausturs og annarra bæja/borga á Íslandi og í þriðja lagi voru ferðavenjur þeirra innanlands kannaðar.

Samþykkt: 
  • 20.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16200


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Imynd_Klausturs.pdf663.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna