is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16201

Titill: 
  • Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi: Nauðsynlegar eða óþarfar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Mikil gróska hefur átt sér stað í kvikmyndagerð á Íslandi síðastliðinn áratug. Algjör sprenging varð í aðsókn erlendra verkefna sumarið 2012 þegar fjórar stórmyndir voru teknar upp hér á landi. Ferðaþjónusta utan háannatíma hefur aukist sem líklega má að einhverju leyti rekja til þeirrar öflugu landkynningar sem felst í kvikmyndum. Tímabundin endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar var samþykkt á Alþingi árið 1999 og síðan þá hafa umsóknir um hana margfaldast. Hlutfall endurgreiðslunnar, sem nú er 20%, hefur tvisvar verið endurskoðað og hækkað frá upphaflegri lagasetningu. Markmið þessarar rannsóknar var í fyrsta lagi að kanna hvort að forsendur endurgreiðslunnar ættu enn við, það er hvort tímabært væri að leggja hana niður þar sem tilvist hennar hefði ekki ákvarðandi áhrif á komu erlendra verkefna; hvort hér gæti þrifist kvikmyndagerð, innlend sem erlend, óháð endurgreiðslu. Í öðru lagi hvort nauðsynlegt væri að hækka endurgreiðsluna í samræmi við fyrri rannsóknir. Hvað það varðar var litið til hlutfallslegra yfirburða og samkeppnishæfni kvikmyndagerðar hérlendis til samanburðar við annars staðar. Stuðst var við eigindalega rannsóknaraðferð í formi djúpviðtala. Úrtakið markaði ákveðinn þverskurð sérfræðinga er koma að endurgreiðslunni með ýmsu móti. Samkvæmt niðurstöðum má merkja ákveðna hlutfallslega yfirburði Íslands sem tökustaðar. Er það helst fjölbreytt náttúra sem á sér ekki hliðstæðu, hæft og sveigjanlegt starfsfólk og síðast en ekki síst endurgreiðslan sem þykir einföld, gagnsæ og fljót í afgreiðslu. Ísland er að mörgu leyti samkeppnishæft en þar sem erlendir framleiðendur gera ráð fyrir einhvers konar ívilnun kæmist landið ekki í gegnum trektina ef mönnum stæði ekki til boða endurgreiðsla hér. Flestar þjóðir bjóða upp á einhvers konar ívilnun vegna kvikmyndaframleiðslu. Í stað þess að taka þátt í samkeppni hæstbjóðanda skal leggja kapp í að viðhalda þeirri sérstöðu sem felst í einföldu regluverki og skjótri afgreiðslu sem aðrar þjóðir eiga erfitt með að leika eftir.

Samþykkt: 
  • 20.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16201


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar_Tinna.pdf934.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna