is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16202

Titill: 
  • Skuldsett yfirtaka Novator á Actavis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í maímánuði árið 2007 tilkynnti Novator, eignarhaldsfélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar að félagið hygðist gera yfirtökutilboð í allt hlutafé í samheitalyfjafyrirtækinu Actavis Group. Í hönd fóru stærstu viðskipti í sögu íslensks viðskiptalífs sem og skuldsettasta yfirtaka sem nokkurn tímann hefur verið framkvæmd með íslenskt félag. Heildarverðmæti viðskiptanna nam um 5,3 milljörðum evra en alls fengust um 4,1 milljarður að láni, að langstærstum hluta hjá Deutsche Bank.
    Ljóst er að rekstraráætlanir Novator um yfirtöku Actavis gengu ekki eftir því félagið lenti fljótlega í miklum greiðsluerfiðleikum og var í lok 2009 komið undir stjórn Deutsche Bank. Markmið þessarar ritgerð er að greina hvað olli því að áætlanir Novator gengu ekki eftir og hvort Actavis hafi í raun verið fýsilegur kostur til jafn skuldsettrar yfirtöku af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir.
    Verðmat og ítarleg greining á rekstri Actavis leiddi í ljós að raunveruleg tækifæri til verðmætasköpunar voru til staðar hjá félaginu í gegnum skuldsetta yfirtöku. Engu að síður má leiða líkum að því að félagið hafi verið yfirverðlagt á markaði. Það kann að vera megin ástæða þess að Novator greiddi of hátt verð fyrir félagið auk þess sem rekstur þess gat ekki borið þá miklu skuldabyrði sem fylgdi í kjölfar yfirtökunnar.

Samþykkt: 
  • 20.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16202


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skuldsett yfirtaka Novator á Actavis.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna