is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16206

Titill: 
  • Siðareglur endurskoðenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er lögð áhersla á athuga hvort siðareglur hafi haft áhrif á störf endurskoðenda. Siðareglur endurskoðenda voru skoðaðar almennt ásamt því að lögð var áhersla á að skoða óhæði endurskoðenda og tímalengd sem sett hefur verið á störf endurskoðenda. Eftirfarandi rannsóknarspurningar voru lagðar fram í upphafi: Hafa siðareglur áhrif á störf endurskoðenda? Geta endurskoðendur verið fullkomlega óháðir á Íslandi? Telja endurskoðendur að það eigi að vera tímalengd á endurskoðun sem ekki er tengd almannahagsmunum?
    Megindlegri rannsóknaraðferð var beitt og var sendur spurningarlisti með rafrænum hætti til allra löggiltra endurskoðenda á Íslandi ásamt því að tekið var hentugleikaúrtak af lögfræðingum til samanburðar. 171 löggiltur endurskoðandi svaraði spurningalistanum af þeim 372 sem gátu tekið þátt en það var 46% þýðisins. 70 lögfræðingar svöruðu spurningalistanum en það gaf 30% svarhlutfall.
    Helstu niðurstöður eru þær að endurskoðendur og lögfræðingar telja að siðareglur endurskoðenda hafi jákvæð áhrif á störf þeirra og flestir endurskoðendur telja að þeir geti verið fullkomlega óháðir á Íslandi. Varðandi tímalengd þá skiptast endurskoðendur og lögfræðingar í tvo hópa. Endurskoðendur telja að það ætti ekki að vera tímalengd á störfum þeirra sem ekki eru tengd almannahagsmunum en engar reglur eru um tímalengd þar í dag. Lögfræðingar telja að það ætti að vera tímalengd á störfum endurskoðenda. Þrátt fyrir það eru 80% endurskoðenda sem svöruðu spurningalistanum sáttir við sjö ára tímalengdina sem er til staðar í störfum er varða almannahagsmuni.

Samþykkt: 
  • 20.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16206


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Siðareglur endurskoðenda Karen Jonsdottir - 151181.pdf735.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna