Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/16210
Background & aims: Validation of simple methods for estimating energy and protein intakes in hospital wards are rarly reported in the literature. The aim was to validate a plate diagram sheet for estimation of energy and protein intakes of patients by comparison with weighed food records.
Methods: Subjects were inpatients at the Cardio Thoracic ward, Landspitali National University Hospital, Reykjavik, Iceland (N=81). The ward personnel recorded the proportion (0%, 25%, 50%, 100%) of main meals (breakfast, lunch and dinner) and snack (afternoon- and evening snack) consumed for three days using a plate diagram sheet. The nutrition composition of the meals provided by the hospital kitchen is known and leftover food was weighed by a trained research person during the registration days. Energy and protein intake estimated by the plate diagram sheet was compared with the results from the weighed records by paired t-test. Pearson correlation was used to assess associations between the two methods. The overall agreement for energy- and protein intakes between the methods was assessed by Bland Altman plot and the limits of agreement computed (average difference ± 1.96 standard deviation of the difference).
Results: On average the plate diagram sheet overestimated energy intake by 45 kcal/day (1119±353 kcal/day versus 1074±360 kcal/day, p=0.008). Estimation of protein intake was not significantly different between the two methods (50.2±16.4 g/day versus 48.7±17.7 g/day, p=0.123). If only meals were included where ≤50% of the meals served was consumed according to the plate diagram recording, a slight underestimation of the real consumption was observed. Correlation between the two methods was r = 0.922, p < 0.001 for energy intake (kcal/day) and r = 0.896, p < 0.001 for protein intake (g/day). According to Bland Altman the limits of agreement between the two methods for energy intake were -231 kcal/day to 322 kcal/day and for protein intake -14.0 g/day to 16.9 g/day.
Conclusion: The results show that a plate diagram sheet can be used to estimate energy and protein intakes with fair accuracy in hospitalized patients, especially at the group level. Importantly, the plate diagram sheet does not overestimate intakes in patients with a low food intake.
Bakgrunnur & tilgangur: Skortur er á einföldum gildum aðferðum til að fylgjast með orku- og próteinneyslu sjúklinga á sjúkrahúsum. Markmiðið var að meta gildi einfalds skráningarblaðs til áætlunar á orku- og próteinneyslu inniliggjandi sjúklinga og bera saman við nákvæma skráningu á fæðuneyslu.
Aðferðir: Þátttakendur voru inniliggjandi sjúklingar á hjarta- og lungnaskurðdeild, Landspítala háskólasjúkrahúsi, Reykjavík, Íslandi (N=81). Einfalt skráningarblað var notað til að skrá hlutfall (0%, 25%, 50%, 100%) af heildarskammti aðalmáltíða (morgun-, hádegis- og kvöldverður) og millibita (síðdegis- og kvöldhressing) sem sjúklingar neyttu. Skráningin fór fram í þrjá daga. Næringargildi máltíða frá eldhúsi Landspítalans er þekkt og voru allir matarafgangar vigtaðir og skráðir af þjálfuðum sérfræðingi skráningardagana. Niðurstaða einföldu skráningarinnar var borin saman við nákvæmu skráninguna með pöruðu t-prófi. Tengslin á milli aðferðanna tveggja voru metin með Pearson correlation. Heildarsamræmi fyrir orku- og próteinneyslu milli aðferðanna voru metnar með Bland Altman punktariti og samræmismörk reiknuð (meðalmunur ± 1.96 staðalfrávik frá meðaltali).
Niðurstöður: Að jafnaði ofmat einfalda skráningarblaðið orkuneyslu um 46 kkal á dag (1119±353 kkal/dag miðað við 1074±360 kkal/dag, p=0,008). Ekki var marktækur munur á próteinneyslu milli aðferða (50,2±16,4 g/dag miðað við 48,7±17,7 g/dag, p=0,123). Þegar eingöngu voru skoðaðar máltíðir þar sem áætlað var að sjúklingur hafði lokið við ≤50% af því sem skammtað var reyndist einfalda skráningarblaðið vanmeta neysluna lítillega. Fylgni milli aðferðanna tveggja var r = 0,922, p < 0,001 fyrir orku (kkal/dag) og r = 0,896, p < 0,001 fyrir próteinneyslu (g/dag). Samkvæmt Bland Altman voru samræmismörk fyrir orkuneyslu -231 kkal/dag til 322 kkal/dag og fyrir próteinneyslu -14,0 g/dag til 16,9 g/dag.
Ályktun: Niðurstöðurnar benda til þess að unnt sé að nota einfalt skráningarblað til að áætla orku- og próteinneyslu sjúklinga á sjúkrahúsum, sérstaklega til að meta meðalneyslu sjúklingahópa. Styrkur skráningarblaðsins liggur meðal annars í því að það ofmetur ekki neyslu sjúklinga sem borða lítið.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
methods to evaluate dietary intake of hospitalized patients.pdf | 1.68 MB | Open | Heildartexti | View/Open |