is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Business Department >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16211

Titill: 
  • Eru fasteignakaup á Íslandi áhættuviðskipti?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Það getur verið vandasamt að veita ráðgjöf í fasteignaviðskiptum. Verðmat fasteigna byggist að mestu á samanburði og ekki er ólíklegt að þeir sem kynna sér verðlagningu fasteigna upplifi að þeir hafi öðlast þekkingu á markaðnum. Fasteignaviðskipti fela í sér margar erfiðar ákvarðanir, meðal annars vegna óvissu sem almennt er til staðar í viðskiptum. Flestir stofna fjölskyldu og búa henni heimili þar sem fasteignin verður í huga þeirra órjúfanlegur hluti heimilisins. Þar sem fjölskyldan og öryggi hennar stendur flestum næst er því líklegt að fasteignaviðskipti verði ekki einungis fjárhagslega mikilvæg heldur einnig tilfinningalega. Viðhorf einstaklinga til eignamyndunar í fasteign er sjálfsagt mjög misjafnt, sumir leggja mikið á sig til að eignast fasteign á meðan aðrir hafa aðrar áherslur. Hvort sem eignamyndun á sér stað í fasteign eða með öðrum sparnaði, er rökrétt að álykta að góð eignastaða einstaklinga skapi þeim fjárhagslegt sjálfstæði og meiri möguleika til að geta brugðist við áföllum og breytingum. Tilgangur ritgerðarinnar er að fjalla um helstu þætti sem hafa áhrif á fasteignaviðskipti og reyna að draga fram mögulegar áhættur sem eru til staðar við fasteignakaup. Einnig er reynt að álykta hvaða möguleika fasteignakaupendur hafa til að draga úr þeirri áhættu sem óhjákvæmilega fylgir fasteignakaupum. Gerð er rannsókn á fylgni vísitalna með einfaldri aðfallsgreiningu til að varpa ljósi á tengsl vísitölu fasteignaverðs, vísitölu neysluverðs án húsnæðis, byggingarvísitölu og vísitölu launa. Segja má að niðurstöður hafi að einhverju marki komið á óvart. Fylgni var að jafnaði mikil á tímabilinu frá apríl 1995 til júlí 2012. Það sem kemur þó mest á óvart er að á tímabilinu hafa fjölmargir hagnast á fasteignakaupum þar sem kaupin eru fjármögnuð með verðtryggðum húsnæðislánum. Það sem skilur milli hagnaðar eða taps er tímasetning fasteignakaupanna en umtalsverður mismunur er eftir því hvenær viðskiptin áttu sér stað.

Samþykkt: 
  • 21.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16211


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eru fasteignakaup á Islandi ahaettuvidskipti - Geir Sigurdsson (3).pdf541.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna