is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16216

Titill: 
  • Flórídana: Vörumerkjarýni og markaðsrannsókn á persónuleika vörumerkisins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar var að útbúa hagnýta rannsókn fyrir Ölgerðina og gera vörumerkjaúttekt á einum af þeirra vörumerkjum, Flórídana. Þá var einnig greindur persónuleiki vörumerkisins með tveimur markaðsrannsóknum, annars vegar megindlegri og hins vegar eigindlegri.
    Vörumerkjaúttekt er aðferðarfræði sem notuð er til greiningar heilsu vörumerkja og er gerð út frá sjónarhóli fyrirtækisins sem og sjónarhóli neytenda. Við gerð þessarar vörumerkjaúttektar var lögð sérstök áhersla á að greina persónuleika Flórídana, en persónuleiki vörumerkis er safn mannlegra persónueinkenna sem hægt er að tengja við vörumerki (Aaker, 1997). Út frá sjónarhóli fyrirtækisins voru gögn fengin frá vörumerkjastjóra Flórídana, Halldóru Tryggvadóttur, sem og tekið viðtal við hana og annan stjórnenda til þess að greina styrkleika og veikleika vörumerkisins og skoða staðfærslu þess á markaði. Þá voru stjórnendur einnig spurðir út í áætlaðan persónuleika Flórídana. Til þess að skoða vörumerkið út frá sjónarhóli neytenda voru gerðar tvær rannsóknir, megindleg rannsókn þar sem neytendur voru spurðir hversu sammála eða ósammála þeir væru ákveðnum staðhæfingum (lýsingarorðum) um Flórídana og eigindleg rannsókn þar sem 6 neytendur voru spurðir spjörunum úr hvernig og hvers vegna þeir skynji Flórídana á þennan hátt og afhverju þeir kaupa eða kaupa ekki Flórídana. Við greiningu kom í ljós að persónuleikinn sem stjórnendur Flórídana hafa lagt áherslu á að kynna hefur skilað sér þó nokkuð vel til neytenda, því allar líkur eru á því að flest allir Íslendingar þekki persónuleikann og skynji hann á sama hátt, hvort sem þeir eru stórneytendur, þeir sem nota eingöngu Flórídana, eða almennir neytendur, sem neyta annarra tegunda safa eða drekka ekki safa yfirhöfuð.
    Í lokin voru settar fram tillögur að breytingum sem unnar voru út frá úttektinni sem höfundur vonar að Flórídana geti nýtt sér til framtíðaráætlana.

Samþykkt: 
  • 21.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16216


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - skemman.pdf1.82 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna