is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16217

Titill: 
  • Afhverju sykurskattur? -Ákvörðun stjórnvalda um sykurskatt á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið ritgerðarinnar var annars vegar að rannsaka hvort að raunverulegur offitu- og heilsufarsvandi væri til staðar hér á landi og hins vegar að rannsaka hvort að sykurskattur sé líklegur til árangurs við að draga úr sykurneyslu og þannig úr hinum vaxandi vanda offitunnar sem heimurinn stendur frammi fyrir. Umræða um sykurskatt hefur verið mikil á undanförnum árum og sitt sýnist hverjum. Hafa bæði gagnrýnendur skattsins og meðmælendur komið með góð rök fyrir sínu máli.
    Til að ná markmiðum ritgerðarinnar var aflað ítarlegra upplýsinga um offituvandann bæði hér á landi og erlendis og þær áhættur sem stafa af slíkum heilsufarsvanda skoðaðar, en margar erlendar þjóðir hafa innleitt sykurskatt í löggjöf sína til þess að reyna að sporna gegn offituvandanum. Einnig var kannað hvort að sykurskattur hefði áhrif á kauphegðun fólks eða leiddi til jákvæðrar breytingar á þyngd.
    Niðurstöður leiddu í ljós að vaxandi offituvandi er til staðar bæði hér á landi og í stórum hluta heimsins. Offita hefur rúmlega þrefaldast síðastliðna tvo áratugi á Íslandi og hefur offita barna sérstaklega verið vaxandi vandamál. Milljónir manna deyja á ári hverju af völdum offitu, auk þess að stórum hluta af hjartasjúkdómum, sykursýki og krabbameini má rekja til offitu. Rannsóknir sýna að nauðsynlegt er að grípa í taumana til að stöðva vandann en fáar rannsóknir benda til þess að aukinn skattur á sykur hafi veruleg áhrif á kauphegðun eða leiði til jákvæðrar breytingar á þyngd. Sumar rannsóknir benda jafnvel til þess að skattur á sykri leiði til þess að neytendur neyti meira af þessum vörum.

Samþykkt: 
  • 21.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16217


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Afhverju sykurskattur - Ákvörðun stjórnvalda um sykurskatt á Íslandi.pdf798.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna