is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16219

Titill: 
  • Samanburðarrannsókn á annars og beggja fóta snörun og vendingu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn var vöðvavirkni neðri útlima í fjórum sprengikraftsæfingum fyrir spretthlaupara og stökkvara skoðuð. Hangandi kraftvending og -snörun eru sígildar lyftingaæfingar sem íþróttamenn hafa notað lengi en markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort nýjar annars fótar útfærslur þessara æfinga hafi eitthvað umfram þær hefðbundnu þegar kemur að því að byggja upp sprengikraft fyrir spretthlaup og stökk. Gerður var samanburður á vöðvavirkni gluteus maximus, biceps femoris, vastus lateralis og gastrocnemius medialis í æfingunum hjá átta frjálsíþróttamönnum. Virkjunarröð vöðvanna var skoðuð og borin saman við rannsóknir á hlaupahreyfingunni. Einnig var tækni í æfingunum metin og hraði mældur í lyftunum. Niðurstöðurnar benda til þess að vöðvavirkni biceps femoris og gluteus maximus aukist við það að framkvæma snörun og vendingu á öðrum fæti. Virkjunarröð í beggja og annars fótar æfingunum var ólík og líktist röðin í síðarnefndu æfingunum mjög virkjunarröðinni í hlaupahreyfingunni. Tækni virðist hafa einna mest áhrif á vöðvavirkni vastus lateralis og gastrocnemius medialis í æfingunum. Af þessu að dæma er þróun þessara æfinga á réttri leið og óhætt að mæla með notkun þeirra fyrir þá sem þjálfa spretthlaup og stökk.
    Lykilorð: Sprengikraftur, spretthlaup, ólympískar lyftingar, annars fótar snörun, annars fótar vending og vöðvarafrit.

Samþykkt: 
  • 21.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16219


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samanburðarrannsókn á annars og beggja fóta snörun og vendingu - Heildartexti.pdf1.95 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna