is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16232

Titill: 
  • Framleiðsla á AQP4 eftir innleiðingu í HEK frumum
  • Titill er á ensku Production of AQP4 after transfection in HEK cells
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vatn er stór hluti frumna og gegnumflæði vatns milli þeirra getur verið mikilvægt. Prótein í frumuhimnunni taka þátt í flutningi vatns, þar á meðal Aquaporin próteinin. Eitt helsta vatnsflutningsprótein miðtaugakerfisins (MTK) er Aquaporin 4 (AQP4) og er það einnig að finna í nýrum, sjónhimnu og beinagrindavöðvum. AQP4 er tjáð í stjarnfrumum (e. astrocytes) en angar þeirra eða griplur, mynda endafætur (e. Endfeet) sem umlykja æðar og taka þátt í vatnsflutningi til og frá heilavef. Aukinn skilningur á AQP4 próteininu gæti hjálpað til við að þróa lyf sem reynst gætu vel við heilabjúg. Stöðugleiki próteinsins í frumuhimnunni skiptir máli til að vatnsflæði um frumuhimnuna sé eðlilegt. Sérstök bindiset eru á AQP4 próteinum, sem bindast við önnur prótein með svæði sem kallast PDZ hneppi. Sýnt hefur verið að PDZ hneppi tengjast bindisetri AQP4, þ.e.a.s. síðustu þriggja amínósýra AQP4 á karboxýlenda. Eyðing bindisetsins dregur úr stöðugleika frumuhimnunnar. Tilgangur verkefnisins var að meta, hvort munur væri á próteinmagni eftir innleiðingu (e. transfection) stökkbreytts afbrigðis AQP4, sem ekki hefur bindisetið við PDZ hneppi annarra próteina, í samanburði við villigerð próteinsins.

  • Útdráttur er á ensku

    Water is the main part of the cell and cellular water transport can be important. Proteins located in the plasma membrane facilitate the water transport, for example the Aquaporin family. One of the most common water channel membrane protein in the central nervous system (CNS) is Aquaporin 4 (AQP4). AQP4 is also highly expressed in the kidney, retina and skeletal muscles. In the CNS, AQP4 is expressed mainly in astrocytes. Their dendrites form endfeet that connect to the vascular system through capillaries and conduct water transport to and from the neural parenchyma. The stability of AQP4 protein is of importance for water transport. Specific binding sites on AQP4 interact with other proteins through areas called PDZ domains. It has been shown that AQP4’s binding site, that is the last three amino acids of the carboxyl-end, connect to proteins PDZ domains. Deletion of these three amino acid has been reported to decrease the stability of the protein. The goal of this project was to determine whether there is a difference in protein quantity, after transfection of a mutant AQP4 plasmid or a wild type.

Samþykkt: 
  • 22.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16232


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Guðrún Svana.pdf1.88 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna