is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16235

Titill: 
  • Íþróttir fatlaðra og gervilimir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íþróttir fatlaðra eru með hverjum deginum að verða viðurkenndari í þjóðfélaginu. Fatlaðir einstaklingar eins og Oscar Pistorius eiga þar að stórum hluta þátt vegna gríðarlegrar velgengni á Ólympíuleikum fatlaðra sem og Ólympíuleikunum. Oscar er með gervilimi fyrir neðan hné á báðum fótum en vegna mikillar þróunar á gervilimum nær hann að hlaupa nánast eins og ófatlaður einstaklingur. Þrátt fyrir að vera fatlaður átti að meina Oscari aðgang að Ólympíuleikunum árið 2008 vegna þess að hann hefði hag af því að vera með gervilimi. Það var síðan dregið til baka vegna ógildra rannsókna. Markmiðið með þessari rannsókn er að fá innsýn í líf fatlaðs íþróttamanns með gervilim í gegnum iðkanda, þjálfara og foreldra. Einnig var ætlunin að fræðast um gervilimi og þróun þeirra. Rannsóknin var gerð með eigindlegri aðferðafræði en tekin voru viðtöl og gögnum safnað saman. Niðurstöður sýndu að með nýjustu tækni gervilima geta fatlaðir íþróttamenn gert nánast allt það sama og ófatlaðir íþróttamenn og þjálffræðin á bak við þá er sú sama. Skiptar skoðanir eru á þróun gervilima á næstu árum en ef allt er eðlilegt mun hún halda áfram að aukast en hvort hún nái að vera jafn fullkominn og fótlimur mannsins, það er ekki vitað.

Samþykkt: 
  • 22.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16235


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - final p.pdf503.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna