is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16236

Titill: 
  • Áhugahvöt unglinga í fótbolta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi kannar áhugahvöt meðal ungmenna í þriðja og fjórða flokki í knattspyrnu. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að komast að því hverjar helstu áhugahvatir fyrir knattspyrnuiðkun eru á meðal 12-16 ára unglinga, einnig er markmið rannsóknarinnar að kanna hvort munur sé á áhugahvöt drengja og stúlkna sem stunda fótbolta og eins að athuga hvort áhugahvötin breytist eftir aldri. Við rannsóknina var notast við þýdda útgáfu af ,,Participation motivation questionnaire” spurningarlistanum. Rannsóknin leiddi í ljós hvaða þættir eru mikilvægir varðandi þátttöku ungmenna í knattspyrnu. Þátttakendur í rannsókninni voru 214 ungmenni á aldursbilinu 12-16 ára. Tilgátur sem settar voru fram voru þrjár. Sú fyrsta var að stúlkum þyki félagsskapur mikilvægari þáttur í knattspyrnuiðkun en drengjum. Önnur var sú að stúlkum þyki mikilvægara að halda sér í formi en drengjum. Þriðja var að drengir hafi meiri metnað til að ná árangri en stúlkur. Engin af þremur tilgátum stóðst. Megináhugahvatir unglinga í fótbolta meðal þátttakenda í þessari rannsókn voru metnaður til að ná árangri og að halda sér í formi.

Samþykkt: 
  • 22.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16236


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokalokalokalokaútgáfa - ritgerðEinar pdf.pdf953.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna