Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16237
Líkamleg hreyfing er mikilvægur þáttur heilbrigðs lífs. Með reglulegri hreyfingu aukast lífsgæði og dregur úr hættu á alvarlegum sjúkdómum á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein, stoðkerfisvandamál, ofþyngd og sykursýki. Þetta á ekki síður við börn en fullorðna. Því er mikilvægt að íþróttaiðkunin höfði til barna og veki áhuga þeirra á hreyfingu fyrir lífstíð. Á Íslandi stunda hátt hlutfall barna íþróttir innan íþróttahreyfingarinnar. Alla helstu þjálfunarþætti má þjálfa í gegnum leiki á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt.
Þessi ritgerð inniheldur handbók sem ætluð er frjálsíþróttaþjálfurum barna 10 ára og yngri. Í handbókinni er fjöldi leikja sem flokkaðir eru niður í kafla eftir þjálfunaráhrifum.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Lokaritgerð, sara.pdf | 452,83 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |