is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16238

Titill: 
  • Styrktarþjálfun í knattspyrnu og körfuknattleik karla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bæði körfuknattleikur og knattspyrna gera ákveðnar líkamlegar kröfur til leikmanna. Rannsókn þessi var gerð í þeim tilgangi að skoða hvernig styrktarþjálfun í íþróttagreinunum tveimur væri háttað. Rannsóknarspurningarnar voru: hver er tilgangur styrktarþjálfunar, hver sér um styrktarþjálfunina, hvernig er styrktarþjálfun skipulögð yfir allt árið og er munur á milli styrktarþjálfunar í knattspyrnu og körfuknattleik? Til að svara rannsóknarspurningunum fengu allir þjálfarar í efstu deild í körfuknattleik og knattspyrnu á Íslandi spurningalista um styrktarþjálfun hjá sínum liðum. Alls svöruðu tíu knattspyrnuþjálfarar af tólf og allir körfuknattleiksþjálfararnir, eða tólf. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er tilgangur styrktarþjálfunar í knattspyrnu að fyrirbyggja meiðsli, auka vöðvaþol og auka hraða og tilgangur styrktarþjálfunar í körfuknattleik er að auka styrk, sprengikraft og koma í veg fyrir meiðsli. Algengast er að sérhæfður styrktarþjálfari sjái um styrktarþjálfun liðanna en liðin leita til einstaklinga með ólíka menntun til að sjá um styrktarþjálfunina. Skipulag styrktarþjálfunar breytist á milli tímabila. Fjöldi styrktaræfinga í viku minnkar töluvert þegar á keppnistímabilið er komið. Helsti munur styrktarþjálfunar í körfuknattleik og knattspyrnu er sá að eftirfylgni er meiri í knattspyrnu.

Samþykkt: 
  • 22.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16238


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd_olgeirogpallfannar.pdf1.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna