en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/16241

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif skynmyndaþjálfunar á skotform og vítanýtingu hjá yngri flokka leikmönnum í körfuknattleik
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Skynmyndaþjálfun hefur vakið mikla athygli síðustu ár og virðist vera áhrifarík leið til að bæta frammistöðu. Rannsókn var framkvæmd í þeim tilgangi að skoða áhrif skynmyndaþjálfunar á vítaskot og skotform yngri flokka leikmanna í körfuknattleik. Þátttakendur í rannsókninni voru 29 stúlkur á aldrinum 11 til 15 ára með meðalaldurinn 12,6 ár. Stúlkunum var skipt í samanburðarhóp (14) sem fékk hefðbundna þjálfun og tilraunarhóp (15) sem æfði sig bæði með hefðbundinni þjálfun og skynmyndaþjálfun. Rannsóknin stóð yfir í sjö vikur og voru 11 mælingar skráðar fyrir vítanýtingu, ásamt því að skotform þátttakenda var tekið upp bæði í upphafi og lok rannsóknar. Niðurstöður leiddu í ljós að hvorugur hópurinn sýndi framfarir á vítanýtingu né skotformi á þessu tímabili. Þó ber að taka fram að vítanýting tilraunarhóps batnaði um 1,87 stig að meðaltali en vítanýting samanburðarhóps versnaði um 0,71 stig að meðaltali. Mögulegt er því að þátttakendur í rannsókninni hafi verið of fáir, sem leiddi til þess að marktektarpróf greindu ekki mun á hópunum. Eins þótti hugsanlegt að framfararskalinn hafi ekki verið nægilega sértækur til að greina mun á hópunum. Áhugavert þykir því að endurtaka rannsóknina og huga að þeim annmörkum sem greint var frá.

Accepted: 
  • Aug 22, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16241


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Bryndís Hanna Lokaútgáfa4.pdf713,18 kBOpenHeildartextiPDFView/Open