Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16247
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni átröskunareinkenna meðal íþróttakvenna á Íslandi sem stunduðu ballett, fimleika og handbolta að staðaldri. Þá var einnig kannað hvort íslenskar íþróttakonur skoruðu hærra á Eating Disorder Examination-Questionaire EDE-Q listanum heldur en íslenskar háskólakonur og hvort pressa væri frá þjálfara um grannt holdafar. Hópur þátttakenda samanstóð af 96 íslenskum íþróttakonum 18 ára og eldri. Þar af voru 15 ballettdansarar, 24 konur sem æfðu hópfimleika og 57 handboltakonur. Þátttakendur svöruðu spurningalista sem samanstóð af EDE-Q og 12 almennum spurningum. Listinn var sendur rafrænt og ekki var hægt að rekja svör til ákveðinna þátttakenda. Notast var við tölfræðiforritið SPSS við úrvinnslu gagna. Millihópasamanburður var gerður þar sem borin voru saman skor hópa íþróttakvenna á EDE-Q listanum sem og í spurningum rannsakanda. Niðurstöður leiddu í ljós að ekki er marktækur munur á tíðni átraskanaeinkenna á milli í þróttagreina sem prófaðar voru. Íslenskar ballet-, fimleikar- og handboltakonur skora hærra á EDE-Q heldur en íslenskar háskólakonur. Þátttakendur fundu ekki fyrir sérstakri pressu þjálfara eða æfingafélaga varðandi grannt holdafar. Ljóst er að þörf er á frekari rannsóknum en ætla má að íslenskar íþróttakonur séu í miklum áhættuhóp þegar kemur að átröskunarsjúkdómum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Átröskunareinkenni á meðal íþróttakvenna í ballett, fimleikum og handbolta.pdf | 536.65 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |