is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16253

Titill: 
  • Fæðingardagsáhrif í knattspyrnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Knattspyrna er vinsælasta íþrótt bæði í heimi og á Íslandi. Um 14.000 börn og unglingar stunda knattspyrnu á Íslandi. Samkvæmt fyrri rannsóknum þá eru þeir sem eru fæddir fyrr á árinu líklegri til að standa sig betur bæði í íþróttum og á öðrum sviðum, þetta kallast fæðingardagsáhrif. Gerð var megindleg rannsókn þar sem leikmönnum var skipt niður í styrkleikaflokka af þjálfurum þeirra, foreldrar svöruðu hvenær leikmenn byrjuðu að æfa knattspyrnu og fóru leikmenn í þrjú próf, 10 m hlaup, KSÍ knattraksbraut og halda bolta á lofti. Þátttakendur voru 589 á aldrinum 9-14 ára. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort að þeir sem eru fæddir snemma á árinu séu líklegri til að vera í betri getuflokki en þeir sem eru fæddir seint á árinu og athuga hvort þeir sem byrja fyrr að æfa knattspyrnu séu í hærri getuflokki. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að meðalaldur hvenær leikmenn byrja að æfa knattspyrnu er lægstur hjá A-leikmönnum og fyrsti ársfjórðungurinn er sá fjórðungur sem flestir A-leikmenn eru fæddir. Niðurstöður í 4. flokki voru þó þannig að það voru ekki fæðingardagsáhrif í getuskiptingu leikmanna.

Samþykkt: 
  • 22.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16253


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Fæðingardagsáhrif í knattspyrnu.pdf875.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna