Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/16257
Bakgrunnur og markmið: Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á því hversu mismunandi niðurstöður mælinga á líkamssamsetningu, blóði og sálfræðilegum þáttum eru hjá einstaklingum með alvarlega offitu, sem taka þátt í mismunandi meðferðarleiðum, og hvað það er sem einkennir þá einstaklinga sem hætta í meðferð. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða brottfall og meðferðarleið, þ.e. magahjáveituaðgerð og offitumeðferð, hjá einstaklingum með alvarlega offitu á Reykjalundi, endurhæfingarmiðstöð sem og að skoða þyngdartap í meðferðinni.
Aðferðir: Gögn frá konum með alvarlega offitu, sem komu í forskoðun á Offitu- og næringarsvið Reykjalundar milli 2007 og 2009, voru notuð. Tiltæk gögn voru líkamsmælingar, niðurstöður blóðmælinga, niðurstöður úr sálfræðimati og lyfjanotkun. Gögnum um brottfall og hvort einstaklingar fóru í magahjáveituaðgerð eftir offitumeðferðina, var einnig safnað, sem og upplýsingum um þyngdartap í meðferðinni. Inntökuskilyrði voru að þátttakendur væru á aldrinum 18-65 ára, með líkamsþyngdarstuðul (LÞS) > 35 kg/m2 og að áfengis- og fíkniefnasjúklingar væru óvirkir.
Niðurstöður: Af þeim 292 konum sem komu í forskoðun á Reykjalundi hættu 113 (39%) í meðferðinni, 100 (34%) kláruðu dagdeildarmeðferð og 79 (27%) kláruðu dagdeildarmeðferð og fóru í kjölfarið í magahjáveituaðgerð. Samkvæmt fjölþáttalíkani voru einstaklingar með alvarlegt þunglyndi 2,4 sinnum líklegri (P=0,01) til að hætta í meðferð en einstaklingar með miðlungsalvarlegt eða ekkert þunglyndi. Einstaklingar með LÞS milli 40-50 kg/m2 voru þrisvar sinnum líklegri (P=0,02) til að gangast undir magahjáveituaðgerð en þeir sem voru með LÞS <40 kg/m2 og þeir sem voru með LÞS ≥50 kg/m2 voru um tíu sinnum líklegri til að gangast undir aðgerð (P<0,001). Einstaklingar sem gengust undir aðgerð voru einnig með fleiri áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. Meðal þyngdartap á mánuði meðan á meðferð stóð var svipað hjá öllum hópum, óháð meðferðarleið eða fylgikvillum en einstaklingar með þunglyndi léttust minna en aðrir.
Ályktun: Mjög stór hluti einstaklinga með alvarlega offitu hætti í meðferð á Reykjalundi sem fyrst og fremst mátti rekja til einkenna þunglyndis. Einstaklingar með alvarlega offitu, sem voru í hæsta flokki LÞS (≥50,0 kg/m2), voru tíu sinnum líklegri til að gangast undir magahjáveituaðgerð miðað við þá sem voru í lægsta flokki LÞS (<40,0 kg/m2). Þyngdartap var svipað í öllum hópum.
Background and aims: A limited amount of studies have examined how morbidly obese individuals who participate in different treatments differ in relation to anthropometrical measurements, blood measurements and psychological characteristics and what characterizes those who drop out of weight loss treatments. The main aim of the study was to investigate attrition and treatment choice, i.e., bariatric surgery and conservative treatment, of morbidly obese subjects at Reykjalundur Rehabilitation Center (RRC) as well as examine the weight loss in the treatment.
Methods: Data was collected during screening from 292 morbidly obese women who participated in an obesity treatment at Reykjalundur between 2007 and 2009. Information on body composition, fasting blood samples, psychological characteristics and medication use were available. Data also included information on dropouts and whether patients underwent bariatric surgery after the obesity treatment at Reykjalundur, as well as the weight loss in the treatment. Inclusion criteria were age between 18 and 65 years and BMI > 35 kg/m2, exclusion criteria were alcohol- or drug addiction.
Results: Of the 292 women who finished screening, 113 (39%) dropped out, 100 (34%) finished the obesity treatment and 79 (27%) finished the treatment and consecutively underwent surgery. According to multivariate models individuals with severe depression were 2.4 times more likely (P=0.01) to drop out than individuals with mild or no depression. Individuals with BMI between 40-50 kg/m2 were three times more likely (P=0.02) to undergo bariatric surgery than individuals with BMI <40 kg/m2 and those with BMI ≥50 kg/m2 were about ten times more likely (P<0.001). Individuals who underwent surgery also displayed a poorer cardiovascular risk factor profile. The mean weight loss per month during the treatment was similar for all groups, independent of their treatment option or comorbidity status but individuals with depression lost less weight than others.
Conclusion: This study shows that a very large proportion of morbidly obese individuals dropped out of an obesity treatment at Reykjalundur and that was mostly related to symptoms of depression. We also found that morbidly obese individuals in the highest BMI category (≥50.0 kg/m2) had ten times higher odds of bariatric surgery compared to those in the lowest category (<40.0 kg/m2). Weight loss was similar in all groups.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Individuals with morbid obesity in Reykjalundur.pdf | 2.79 MB | Open | Heildartexti | View/Open |