is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16258

Titill: 
 • Tengsl milli styrks í kjarnavöðvum og lóðréttra mjaðmahreyfinga í flugsundi: fylgnirannsókn
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga að hve miklu leyti styrkur í kjarnavöðvum líkamans mælt með plankaæfingu hefði áhrif á lóðréttar mjaðmahreyfingar í flugsundi. Eins var athugað hvort hæð þátttakenda hefði áhrif á styrk í kjarnavöðvum og lóðréttar mjaðmahreyfingar í flugsundi.
  Efni og aðferðir: 15 drengir voru þátttakendur í rannsókninni. Þeir syntu flugsundsspretti með hvítt teip á mjaðmalið og merktir með bláum tússpenna á læri. BrainyDeal lagnamyndavél var notuð við upptöku og Kinovea myndvinnsluforrit við myndbandaúrvinnslu. Þátttakendur framkvæmdu hefðbundinn planka og bakplanka þar sem einn bekkur studdi undir herðar og annar undir hæla. Í báðum æfingunum voru þátttakendur með 2,5 kg þyngd á mjöðm. Einnig voru þeir hæðarmældir og spurðir út í bakgrunn sinn í íþróttinni. Við tölfræðiúrvinnslu var notast við tölfræðiforritið SPSS.
  Niðurstöður: Marktæk fylgni mældist -0,751 milli fjölda sekúndna í hefðbundnum planka og mun á hæsta og lægsta punkt í mjöðm í flugsundi. Ekki mældist marktæk fylgni milli hæðar þátttakenda og getu í hefðbundnum planka. Jákvæð marktæk fylgni mældist milli hæðar þátttakenda og getu í bakplanka. Ekki mældist marktæk fylgni milli hæðar og lóðréttra mjaðmahreyfinga.
  Ályktanir: Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar hefur styrkur í kjarnavöðvum mælt með plankaæfingu áhrif á lóðréttar mjaðmahreyfingar í flugsundi.

Samþykkt: 
 • 26.8.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16258


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Holmsteinn.pdf643.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna