Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1626
Offita telst til alvarlegustu heilsufarsvandamála í heiminum í dag. Dánartíðni offitusjúklinga er tvöföld miðað við þá sem eru í kjörþyngd. Rannsóknir hafa sýnt að veruleg ofþyngd hefur margþætt áhrif á heilsu, félagslega virkni, andlega líðan, sem og lengd og gæði lífsins. Offita skerðir lífskjör fólks verulega. Þátttaka þess í samfélaginu minnkar, einstaklingar í ofþyngd verða fyrir fordómum og upplifa sig
utanveltu í þjóðfélaginu. Ýmsir geðrænir kvillar hrjá suma offitusjúklinga.
Algengastir eru kvíðasjúkdómar og þunglyndi.
Rannsóknin byggir á gögnum um 264 einstaklinga sem höfðu farið í
offitumeðferð á Reykjalundi. Konur voru 79,9% (N=211) og karlar voru 20,1%
(N=53). Rúmlega helmingur þeirra 52,3% (N=138), þar af 118 konur og 20 karlar
fóru í hjáveituaðgerð á maga. Alls 47,7% (N=126) fóru ekki í aðgerð.
Rannsóknin var tvíþætt. Fyrst var unnið upp úr upplýsingum um alla
einstaklingana við komu í offitumeðferð, í seinni hlutanum voru aðeins skoðaðir þeir
sem fóru í aðgerð og til voru gögn um á þremur tímapunktum: í offitumeðferð, eftir
5 vikna meðferð fyrir aðgerð og við lok 3 vikna meðferðar eftir aðgerð. Listarnir
Beck Depression Inventory, 2. útg. (BDI-II) og Beck Anxiety Inventory (BAI) voru
notaðir. Yngsti einstaklingurinn sem kom í offitumeðferð var 14 ára og sá elsti 68
ára. Þyngsti einstaklingurinn var 205,1 kg karlmaður og sá léttasti var 93,2 kg kona.
Marktækur munur kom í ljós milli kynja á því hvort farið var í aðgerð eða ekki
( ²(1,n=264)=4,912;p=0.027). Konur fóru frekar í aðgerð en karlar.
Aðalrannsóknarspurningin snéri að því hvort það að fara í hjáveituaðgerð á maga
bætti þunglyndi og drægi úr kvíða einstaklinga. Niðurstöðurnar voru að það dró úr
þunglyndi [Wilks´Lambda =.412, F(2,22)=15,68, p<.05] og kvíðinn minnkaði einnig
á þessum þremur tímapunktum [Wilks´Lambda =.516, F(2,22)=10,32, p<.05].
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að það gætu verið tengsl á milli
offitumeðferðar á Reykjalundi, hjáveituaðgerðar á maga og lækkunar á þunglyndis og kvíðaeinkennum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-lokaskjal 08.05 PDF.pdf | 3.4 MB | Lokaður | "Andleg líðan einstaklinga í offitumeðferð í Reykjalundi og eftir hjáveituaðgerð á maga"-heild | ||
BA-lokaskjal 08.05 PDF_útdráttur.pdf | 44.37 kB | Opinn | útdráttur | Skoða/Opna | |
BA-lokaskjal 08.05 PDF_efnisyfirlit.pdf | 38.37 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
BA-lokaskjal 08.05 PDF_inngangur.pdf | 94.26 kB | Opinn | inngangur | Skoða/Opna | |
BA-lokaskjal 08.05 PDF_heimildaskrá.pdf | 46.32 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna |