is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16262

Titill: 
 • Íþróttanámskrá HKR
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Handbolti hefur verið í mikilli þróun síðustu ár og áratugi. Íþróttin er sérstaklega vinsæl hér á landi og hafa vinsældir hennar aukist enn meira eftir árangur karlalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008, þar sem liðið vann til silfurverðlauna. Handbolti er hraður leikur og er íþróttin líkamlega erfið og reynir því mikið á líkamlegt atgervi leikmanna en að auki þurfa þeir að geta hugsað hratt. Handboltamenn þurfa að hafa góða tækni til að senda knöttinn, skjóta hnitmiðað á markið og til að geta gert gabbhreyfingar með knöttinn.
  Afreksstefna er sú stefna sem félag setur upp með það að langtímamarkmiði að þjálfa upp sína eigin afreksmenn, skapa afreksmanninum það umhverfi sem hann þarf á að halda með aðstoð félagsins og þeirra þjálfara sem starfa hjá félaginu hverju sinni. Allir leggja sitt að mörkum til að framfylgja afreksstefnu félagsins til að skila betri leikmönnum til framtíðar fyrir félagið.
  Viðfangsefni ritgerðarinnar er að móta íþróttanámskrá fyrir Handknattleiksfélag Reykjanesbæjar (HKR) og með því móta uppbyggingarstefnu félagsins og skapa metnaðarfullan og faglegan vettvang til framtíðar, fyrir iðkendur og verðandi afreksfólk félagsins.
  Niðurstöður sýna að grunnur að markvissu íþróttastarfi er að hafa skýra og greinargóða stefnu. Með því að leggja vinnu í að útbúa íþróttanámskrá geta íþróttafélög mótað starf sitt betur og allir aðilar sem koma að félaginu vita hvaða reglur gilda og til hvers er ætlast af hverjum og einum.

Samþykkt: 
 • 26.8.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16262


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð B.Sc. - Ragnar og Ragnheiður.pdf728.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna