is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16270

Titill: 
 • CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum. Notkun og útbreiðsla CAD/CAM á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Ritgerðin er lokaverkefni til BS gráðu í tannsmíði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, Tannlæknadeild vorið 2013. Leitað var svara við rannsóknarspurningunni: Hversu útbreidd og víðtæk er CAD/CAM tækni á Íslandi? Meginmarkmið þessarar ritgerðar var þríþætt; í fyrsta lagi að draga saman upplýsingar um CAD/CAM tölvutækni, í öðru lagi að komast að því hversu víðtæk og útbreidd notkunin er á Íslandi og í þriðja lagi að útbúa myndrænt efni um notkun á CAD/CAM tölvutækni.
  Aðferðir: Við framkvæmd rannsóknarinnar var beitt megindlegri rannsóknaraðferð og niðurstöður birtar í verkefninu með lýsandi tölfræði í texta, töflum eða myndum eins og við á. Spurningakönnun sem innihélt 27 spurningar var send í tölvupósti til þátttakenda sem voru allir starfandi félagsmenn í Tannlæknafélagi Íslands (n= 274) og Tannsmiðafélagi Íslands (n=63), sem gerir samtals 337 manns. Í könnuninni var meðal annars spurt um notkun á CAD/CAM á Íslandi, almenna þekkingu og áhuga fyrir því að taka upp CAD/CAM á Íslandi. Spurningakönnunin var bæði sniðin fyrir tannlækna og tannsmiði, en þó voru spurningar sem voru einungis ætlaðar þeim sem vinna eingöngu með CAD/CAM tölvutækni því sumir nota hana en vinna ekki sjálfir með hana. Heimildaleit og öflun gagna fór fram í ritrýndum tímaritum og bókum í gagngrunnum á borð við ProQuest og PubMed.
  Niðurstöður: Svarhlutfall rannsóknarinnar var 34% og svöruðu 115 þátttakendur þar af 85 tannlæknar og 30 tannsmiðir. Helstu niðurstöðurnar sýna að CAD/CAM tölvutækni er lítið notuð hér á landi og ástæðurnar fyrir því eru að CAD/CAM er dýr tækjabúnaður og markaðurinn á Íslandi er lítill. Svo virðist sem flestir séu þó sammála því að CAD/CAM tæknin muni aukast hér á landi.
  Ályktun: Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar má álykta að þátttakendur séu meðvitaðir um þá þróun sem á sér stað með CAD/CAM tölvutækninni. Hún mun aukast hér á landi á næstu árum en mun ekki ná verulegri útbreiðslu fyrr en hún verður aðgengilegri og ódýrari fyrir tannlækna, tannsmiði og sjúklinga.
  Lykilorð: CAD/CAM, tann- og munngervalækningar, tannsmíði.

 • Útdráttur er á ensku

  Purpose: This thesis is a final project for the degree of Bachelor of Science in Dental Technology at the University of Iceland, spring 2013. The aim was to answer the following research question: How widespread is CAD/CAM technology and understanding in Iceland? The main purpose of the research was threefold, firstly to compile information about CAD/CAM systems, secondly to determine the extent of usage of this technology in Iceland and third to create video clip on how it is used.
  Methods: This study used quantitative research form and results were displayed in the project with statistics, tables or illustrations as appropriate. The questionnaire included 27 questions and was sent out by an e-mail to all practicing members in the Icelandic Dental Association (n= 274) and all members in the Association of Icelandic Dental Technicians (n= 63) or total of 337 individuals. The questionnaire was designed for both groups and included questions related to usage of CAD/CAM system in Iceland, and general knowledge and interest for adopting CAD/CAM system in Iceland. Some questions were just intended for those who work only with CAD/CAM system. Peer-reviewed journals and books were used for literature search and data collection in data bases such as ProQuest and PubMed.
  Results: A total of 115 participants responded to the questionnaire, 85 answers came from dentists and 39 answers came from dental technicians, making a total of 34% response ratio. The main results of the research showed that the CAD/CAM system in Iceland is used only in small amount because it is very costly and because the market for CAD/CAM in Iceland is quite small, with a population just under 350.000. It seems, however, that most of the participants of the study agreed that CAD/CAM system has potential and its use will grow rapidly in Iceland in the next years.
  Conclusion: According to the results of the study it can be concluded that participants are well aware of the developments in CAD/CAM systems. It will grow in the next several years but it will not achieve major expansion until it becomes more accessible and cheaper for dentists, dental technicians, and patients.
  Key Words: CAD/CAM, restorative dentistry, dental technology.

Samþykkt: 
 • 27.8.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16270


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Ritgerð - Alexander Mateev.pdf1.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna