is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > Med/MPM/MSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16289

Titill: 
 • Hvað er líkt með X-teymum (X-teams) og verkefnateymum hjá fjórum verkefnastjórum í íslenskum framleiðslu- og frumkvöðlafyrirtækjum?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • X-teymi , „extreme teams“, eru skilgreind af Deborah Ancona og félögum sem teymi sem fara fram yfir takmörk sín. Þau fara lengra en þau halda að þau komist og leggja aðaláherslu á að einbeita sér að einu skýru takmarki. Rannsóknir sýna að X-teymi skila betri árangri en hefðbundin teymi. X-teymi tengjast bæði inn á við og út á við og tvinna saman nýsköpun, aðlögunarhæfni og framkvæmd. Hér er kenningin um X-teymi borin saman við verkefnateymi hjá fjórum íslenskum framleiðslu- og frumkvöðlafyrirtækjum sem vinna öll í ólíku viðskiptaumhverfi hvað varðar regluverk og pólitík. Fyrirtækin hafa öll náð forustu á alþjóðavettvangi. Með viðtölum við fjóra verkefnastjóra er kannað að hvaða leyti vinna verkefnateyma í fyrirtækjunum sé lík X-teymum. Skoðað er hvað einkennir teymisvinnuna, hverjir styrkleikar og veikleikar hennar eru og hvernig tengslum við hagsmunaaðila er háttað. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að íslensku fyrirtækin, sem hafa náð mjög langt hvert á sínu sviði í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi, eiga það sameiginlegt með X-teymum að þau hafa skýr markmið, einbeittan vilja til þess að ná takmarki sínu, velja teymismeðlimi eftir viðfangi hverju sinni og eru sveigjanleg og opin fyrir nýjungum hvað varðar ný tækifæri á markaði og eru því góðar fyrirmyndir fyrir önnur fyrirtæki í verkefnastjórnun.
  Lykilorð; teymi, X-teymi, verkefnahópur, verkefnateymi, árangur, þverfaglegur, sköpun, nýsköpun.

 • Útdráttur er á ensku

  X-teams, or „extreme teams“, are defined by Deborah Ancona et.al as teams that go beyond their limits, even further than they themselves believe they can reach, and seek to focus on a clear and single aim. Research has demonstrated that X-teams tend to outperform traditional teams. X-teams link to various groups, both inside and outside their organization, combining innovation, adaptability and mechanics of execution. This thesis applies the X-team theory to real project teams performing in four pioneering Icelandic manufacturing companies. The companies operate in business environments that are quite diverse in terms of organizational structure and politics, but have all achieved leading positions in their fields in an international context. The aim here is to investigate, through interviews with four project managers, the extent to which the project teams proceed in a manner similar to X-teams. This involves looking into the characteristics of their work procedures, their strengths and weaknesses, and the ways in which they maintain links with stakeholders. The results of this research show that these internationally successful companies have a number of features in common with X-teams. Their aims are clear, they are committed to reach them, they select the team members carefully according to the particular task ahead, and are generally flexible and open to innovation and new market opportunities. Thus, in terms of project management, they serve as good models for other companies.
  Key concepts; teams, X-teams, high-performing, learning, effective, interdisciplinary, creativity, innovation.

Samþykkt: 
 • 28.8.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16289


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPM-Lokaritgerd-Sesselja-Tomasdottir_2013.pdf440.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna