Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16290
Þróun þekkingar á samspili þeirra þátta sem hafa áhrif á heilsutengda færni fólks hefur leitt til breyttrar hugsunar og viðmiða innan heilbrigðis- og velferðarmála á alþjóðavísu. Rannsóknir sýna að gæði við innleiðingu nýrra leiða í meðferð og þjónustu hafa áhrif á útkomu. Skoðuð voru þrjú verkefni sem snúa að innleiðingu þjónustuúrræða við fólk með færniskerðingu hér á landi. Gagna var aflað með hálfopnum viðtölum við lykilaðila. Tilgangurinn var að kanna hvernig ný þjónusta var innleidd, skoða hvort aðferðir verkefnastjórnunar voru notaðar og fá fram reynslu og upplifun þeirra sem stýrðu framkvæmd. Niðurstöður sýndu að innleiðingarferlið sem slíkt var ekki skýrt afmarkað sem verkefni. Mismunandi var hversu markvisst aðferðum verkefnastjórnunar var beitt. Helstu tæki og tól voru áætlanir um kostnað, tíma, verkþætti og samskipti. Reynslan af því hvað ýtti undir ferlið og hvað hindraði var í samræmi við þekkta áhrifaþætti þegar stjórnun breytinga og innleiðing á þessu sviði er annars vegar. Niðurstöður eru afmarkaðar en í ljósi þeirra og fyrirliggjandi þekkingar má færa rök fyrir því að frekari rannsókna sé þörf og að verkefnastjórnun eigi erindi þegar innleiða á nýja þjónustu á þessum vettvangi.
Lykilorð: Breytt viðhorf, færniskerðing, innleiðing þjónustu, verkefnastjórnun.
Growing body of knowledge on what influences peoples function and health has lead to new perspectives and framework within health and social services internationally. Research show that quality of the implementation process regarding to new treatment and services has an impact on outcome. Three recent Icelandic projects were studied and data gathered with semi structured interviews with key professionals. The purpose was to obtain insight on the implementation, investigate if project management methods were used and how the participents experienced the process. Results indicate that the implementation as a project lacked a clear scope. There were differences in systematic use of project management. The primary tools and technics were planning of cost, time, work breakdown and communication. The experience of what facilitated the implementation process and what were the main hindrances is in concordance with what is already known in change management and implementation research within this field. The results of this study are limited but they indicate a need for further research and that project management has a message.
Keywords: New perspectives, disability, implementation, project management.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þóra_Leós_lokaverk_MPM.pdf | 483.38 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |