en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/16291

Title: 
  • Title is in Icelandic Lestur er lykill að framtíðinni : rannsókn á námserfiðleikum nemenda í 10. bekk
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari rannsókn var sendur spurningalisti á alla grunnskóla landsins, þar sem nemendur stunda nám í 10. bekk. Meginviðfangsefni rannsakanda var annars vegar að kanna tíðni greindra tilfella á lesblindu (dyslexíu) og hins vegar tíðni greindra tilfella á sértækum lesskilningserfiðleikum, ásamt kynjaskiptingu þar að lútandi. Jafnframt var kannað hvort greind tilfelli af ADD, ADHD eða sértækri málþroskaröskun væru einnig til staðar, samhliða lestrarerfiðleikum. Í könnuninni var einnig boðið upp á eina opna spurningu. Þar gafst svarendum tækifæri til þess að tjá sig um þennan málaflokk innan síns skóla, hvernig staðan er almennt að þeirra mati. Jafnframt var innt eftir því hvaða greiningartæki skólarnir notuðu við greiningar á lestrarerfiðleikum.
    Aldrei fyrr hafa upplýsingar um tíðni lestrarörðugleika á Íslandi verið teknar saman á kerfisbundinn hátt og því hefur menntakerfið haft takmarkaða yfirsýn yfir umfang vandans. Slík yfirsýn er mikilvægur grundvöllur þess að hægt sé að stuðla að markvissari úrræðum til þess að efla velferð barna og unglinga sem glíma við erfiðleika í (lestrar)námi.
    Helstu niðurstöður gefa til kynna að tíðni lesblindu sé tæp 16% og lesskilningserfiðleika rúm 5%. Tíðni samhliða raskana með lesblindu (dyslexíu) er á milli 12% og 18% en tíðni samhliða raskana með sértækum lesskilningserfiðleikum er töluvert algengari eða á milli 14% og 28%. Athygli vekur hve mörg og ólík greiningartæki eru notuð við að lestrargreina íslensk grunnskólabörn og hve umdeild sum þeirra eru.

  • The present study involved sending questionnaire to all elementary schools in Iceland, teaching 10th grade. The researcher’s main task was to investigate, on the one hand, the prevalence of diagnosed cases of dyslexia and, on the other, the prevalence of diagnosed specific reading comprehension difficulties. At the same time it was investigated whether diagnosed cases of ADD, ADHD and/or specific language impairment were also present alongside reading difficulties. The study also included one open question and about what analytical tools were being applied in the diagnosis of reading difficulties.
    Never before has information on the prevalence of reading difficulties in Iceland been gathered in a systematic way, and as a result the education system has had a limited overview over the extent of the problem. Such an overview is an important basis for enabling more targeted solutions to boost the progress of children and adolescents who struggle with difficulties in learning to read.
    The main findings of this study indicate that the prevalence of dyslexia is around 16%, and specific reading comprehension difficulties around 5%. The prevalence of co-occurring difficulties with dyslexia is between 12% and 18%, while the prevalence of co-occurring difficulties with specific reading comprehension difficulties is considerably more common – between 14% and 28%. The analytical tools used to assess children’s reading abilities in Icelandic elementary schools are many and varied, and some of them are somewhat controversial.

Accepted: 
  • Aug 29, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16291


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lestur er lykill að framtíðinni.pdf1.48 MBOpenHeildartextiPDFView/Open