is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > Med/MPM/MSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16292

Titill: 
  • Trúðverðugleiki verkefnaleiðtogans - Hvernig nýta má trúðatækni til að auka leiðtoga- og samskiptafærni verkefnastjóra
  • Titill er á ensku The Project Leader as a Clown: Using "Clown Technique" to Enhance Leadership Skills
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Trúðurinn er þekkt fyrirbæri í heimi leikhúss, sirkuss, sjónvarps og kvikmynda. Algengt er að fólk sjái trúð fyrir sér sem einhvern sem reynir að vera fyndinn eða hagar sér eins og galgopi. Trúðurinn er ekki jafn vel þekkt fyrirbæri í heimi verkefnastjórnunar og það gæti þótt ansi róttæk hugmynd að tengja faglegan verkefnaleiðtoga við trúð meðal annars af þeirri ástæðu sem nefnd er hér að ofan. Áhugavert er þó að skoða ákveðna trúðatækni sem kennd er við guatemalíska lekhúsmanninn Mario Gonzalez og kallast “L'essentiel". Sú tækni þróaðist við leit manna að einlægni í leiktúlkun í leikhúsinu. Eftirfarandi rannsókn leiddi í ljós að vel má merkja ákveðin tengsl milli þessarar tækni og forystu í verkefnum. Trúðatækni er talin mikilvægur hluti í þjálfun leikara meðal annars vegna þess að hún eykur hæfni leikarans til að tækla snúnar dramatískar aðstæður sem krefjast þess að hann höndli mikla áhættu en haldi um leið í leikgleðina. Slíkt má segja að svipi á stundum til aðstæðna verkefnaleiðtogans. Rannsóknarspurningin var eftirfarandi: Er hægt að nýta trúðatækni til að auka leiðtoga- og samskiptafærni í verkefnastjórnun? Og ef svo er, hvernig má gera það? Til að skoða þetta var franski trúðameistarinn Rafael Bianciotto fenginn til að halda 9 klukkustunda vinnustofu með 13 starfandi verkefnastjórum. Trúðameistarinn sá um að leiða hópinn í tækninni og þekking á efninu var fengið með þátttökuathugun rannsakandans, viðtölum við sérfræðinga og með spurningakönnun mánuði eftir að námskeiðinu lauk. Niðurstöðurnar gefa sterka vísbendingu um að aðferðin geti vel nýst við að þjálfa leiðtoga- og samskiptafærni innan verkefnateyma.

  • Útdráttur er á ensku

    The “clown” is a classical character within the world of theatre and circus as well as in TV and films. Common perception of the clown is someone who tries to be funny or acts silly. In the world of project management the linkage with the clown is not well established and might, for the reason mentioned, come across as bizarre. Interestingly a particular "clown technique" has been developed that derived from the search for sincerety and authenticity in the theatre, called "L'essentiel". There is, as following investigation shows, a very interesting link between this technique and professional project leadership. The research question was: Can the “clown technique" be used to enhance leadership skills of project managers? And, if so, for what can it be used? This question was studied by inviting the Paris based “clown master” Rafael Bianciotto to train professional project managers for a total of 9 hours in this method. The experiment took place in Reykjavik City Theatre on March 5-7 2013, three hours each day. The participants were a group of 13 project managers, most of which were IPMA certified professional project managers with a Master of Project Management (MPM) degree. The clown master did the training, the experiment was observed in a participatory way, participants gave their feedback at the end of each session and repsonded to a survey a month after the workshop. The results show that there is a strong indication of this method being highly effective as a method to enhance leadership skills and communication skills within project teams.

Samþykkt: 
  • 29.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16292


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Trúðverðugleiki verkefnaleiðtogans.pdf716.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna