is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16299

Titill: 
  • Kostnaðarvirknigreining á lögleiðingu sænsks munntóbaks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Reykingar eru eitt stærsta sjálfskapaða heilsufarsvandmál í heiminum í dag og reyna stjórnvöld nær og fjær að draga úr tíðni reykinga auk samfélagslegum kostnaði sem þeim fylgja. Í Evrópu er hlutfall reykingamanna hvergi jafn lágt meðal karlmanna og í Svíþjóð en þar nýtur sænskt munntóbak eða „snus“ mikilla vinsælda. Sænskt munntóbak er töluvert skaðminna heilsunni en reyktóbak hefur verið flokkað sem reyklaus tóbaksvara með lágu magni krabbameinsvaldandi efna (e. Low-nitrosamine smokeless tobacco product). Áhugi hefur vaknað meðal fræðimanna um möguleika þess að nota sænskt munntóbak til að draga úr reykingum.
    Á Íslandi er innflutningur og sala á munntóbaki bönnuð lögum samkvæmt. Markmið þessarar ritgerðar er að bera saman hagræn og heilsufarsleg áhrif á núverandi löggjöf (bann á munntóbaki) við þá leið að lögleiða sölu og innflutning á sænsku munntóbaki. Skoðaðar verða mögulegar breytingar á neyslumynstri tóbaksneytanda við lögleiðingu og hvaða nettó heilsufarsleg áhrif slíkum breytingum gæti fylgt. Framkvæmd verður svokölluð kostnaðarvirknigreining þar sem mældur er kostnaður á hvert lífár ávinnst við lögleiðingu.
    Niðurstöður leiddu í ljós að reykingatíðni myndi lækka úr 14,5% niður í 12,1% en heildartóbaksneysla myndi aukast við lögleiðingu munntóbaks. Aftur á móti munu ávinnast 11.249 lífár sökum fjölda þeirra sem myndu hætta að reykja og skipta yfir í munntóbak. Einnig verður sparnaður í beinum heilbrigðiskostnaði um kr. 434 milljónir. Þar sem þessi aðferð er bæði ódýrari og hefur hærri virkni en núverandi fyrirkomulag er hún svokölluð ráðandi aðferð (e. dominant strategy) og er því kostnaðarskilvirk.

Samþykkt: 
  • 29.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16299


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman - B.A lokaritgerð - Kostnaðarvirknigreining á lögleiðingu sænsks munntóbaks.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna