Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1630
Rannsóknir tengdar bjartsýni og svartsýni einstaklinga hafa verið áberandi síðustu áratugi. Bjartsýni hefur ósjaldan verið tengd minni streitu og góðri heilsu og því voru bjartsýni og svartsýni og streita umfjöllunarefni þessarar rannsóknar. Notast var við Life Orientation Test-Revised til að kanna almennar framtíðarvonir einstaklinga og Skynjaða streitukvarða Cohen til að mæla hver mikla streitu einstaklingar skynja.
Þátttakendur rannsóknarinnar voru 225 nemendur í Háskólanum á Akureyri, 45 karlar og 180 konur. Enginn munur er á skynjaðri streitu karla (M = 17,09; sf = 6,14) og kvenna (M = 16,09; sf = 5,96), t(223)= 1,00 p> 0,05. Þá eru skynjuð streita svartsýnna (M = 15, 78; sf = 6,14) ekki meiri en bjartsýnna (M = 16,84; sf = 5,81), t(223) = -1.332, p > 0,05. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að ekki sé munur á bjartsýni og svartsýni né skynjaðri streitu nemenda í Háskólanum á Akureyri.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-Lokaverkefni.pdf | 301,99 kB | Lokaður | "Framtíðarvonir og streita nemenda Háskólans á Akureyri"-heild | ||
Útdráttur.pdf | 47,39 kB | Opinn | "Framtíðarvonir og streita nemenda Háskólans á Akureyri"-útdráttur | Skoða/Opna | |
Efnisyfirlit.pdf | 50,25 kB | Opinn | "Framtíðarvonir og streita nemenda Háskólans á Akureyri"-efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildaskrá.pdf | 117,01 kB | Opinn | "Framtíðarvonir og streita nemenda Háskólans á Akureyri"-heimildaskrá | Skoða/Opna | |
Viðaukar.pdf | 62,24 kB | Lokaður | "Framtíðarvonir og streita nemenda Háskólans á Akureyri"-viðaukar |