is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > Med/MPM/MSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16305

Titill: 
  • Titill er á ensku Using change management methods in implementing a new household waste management system in Sólheimar ecovillage – a case study
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í samfélögum um allan heim hefur aukin umhverfisleg meðvitund haft í för með sér breyttar neysluvenjur og nýjar áherslur í endurvinnslu. Breytingar kalla á nýjar venjur og aðra hegðun og oft reynast breytingar samfélögum erfiðar og þarf því að takast á við þær með sérstökum hætti. Markmið þessa verkefnis er að sýna hvernig breytingastjórnunaraðferðir nýttust við innleiðingu á nýju endurvinnslukerfi á Sólheimum, þar sem nær helmingur íbúa glímir við þroskahömlun. Breytingastjórnunaraðferðirnar snérust að miklu leyti um samskipti, fræðslu og upplýsingagjöf til íbúa varðandi nýjar venjur við endurvinnslu. Sumar aðferðirnar þurfti að sérsníða að þörfum íbúanna. Tilgátugreining var notuð á meðan á mánaðarlöngu innleiðingarferli stóð og mismunandi aðferðum var beitt til þess að safna gögnum. Niðurstaðan sýndi að íbúar Sólheima voru jákvæðir gagnvart nýja endurvinnslukerfinu bæði fyrir og eftir innleiðingu. Á tímabilinu minnkaði almennt heimilissorp um 65%. Hagnýt mál eins og staðsetning sorptunna og merking þeirra skipti greinilega mjög miklu máli og hafði mikil áhrif á aukna endurvinnslu íbúa. Það kom jafnframt fram að aðferðir breytingastjórnunar eins og fræðsla og upplýsingagjöf voru einnig afar mikilvæg hvatning til aukinnar endurvinnslu íbúa.

  • Útdráttur er á ensku

    Increasing environmental concerns causes communities throughout the world to rethink their conduct towards the environment and change their behavior in consumption and household waste management. Change brings a new way of behavior and habits that often comes with a struggle. Change is not easy and has to be dealt with in a specific manner. The objective of this thesis is to show how change management methods can support the implementation of a new household waste management system in Sólheimar ecovillage, where close to half of the residents are disabled. The change management methods used mostly revolved around communication, education and handing out information to residents regarding new recycling habits. Specific methods were tailored to meet the needs of the residents. A case study was conducted during one month implementation process and mixed methods were used to collect data. The results show that the residents of Sólheimar were positive towards the new recycling system both before and after the implementation. During that period the general household waste was reduced by 65%. Practical matters such as the location of recycling bins and their labeling seemed a very important factor regarding getting residents to increase their recycling. However, change management methods relating to education and information were also regarded highly important regarding motivating residents to increased recycling.

Samþykkt: 
  • 29.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16305


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Herdís Friðriksdóttir_Change management methods.pdf646.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna