is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MPM/MSc Verkfræðideild / Department of Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16306

Titill: 
 • Úllen, dúllen doff og það varst þú : rannsókn um val einstaklinga í verkefnahópa
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangurinn með þessari ritgerð er að kanna hvernig staðið er að vali á einstaklingum í verkefnahópa. Kerzner (2009) talar um að eitt af lykilatriðum þess að verkefni heppnist vel er að réttum einstaklingum sé úthlutað til þess. Vegna þessa skiptir það sköpum hvernig staðið er að vali á einstaklingum í verkefnahópa. Framkvæmd var könnun sem send var á félagsmenn Verkefnastjórnunarfélags Íslands með það að markmiði að skoða hvernig er staðið að gangsetningu verkefnahópa. Í könnunni var leitast við að svara spurningum um hvernig staðið er að vali í verkefnahópa, hvaða eiginleikar skipta máli þegar einstaklingar eru valdir og hvort verkefnastjórar hafi vald til að velja einstaklinga í verkefnahópa sem þeir stjórna. Og að lokum hvort verkefnastjórar telji að „auðlindabanki“ muni hjálpa til við val í verkefnahópa og hvaða upplýsingar þeir vilja sjá í auðlindabankanum. Helstu niðurstöður eru að einungis helmingur þátttakenda hefur vald til að velja einstaklinga í verkefnahópa. Þátttakendum finnst mikilvægt að þekkja eða að það sé mælt með þeim einstaklingum sem þeir velja. Þeir eiginleikar sem þátttakendur telja að skipti mestu máli við valið eru; áhugi einstaklings á verkefninu, sérfræðiþekking, samskiptahæfileikar, almenn reynsla og persónuleiki. Að lokum telur tæplega helmingur að auðlindabanki myndi nýtast þeim við valið í verkefnahópa.
  Lykilorð: Verkefnastjórnun, verkefnastjóri, verkefanhópur, auðlindabanki

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this paper is to investigate how individuals are selected to project groups. Kerzner (2009) maintains that one of the key elements for the success of project’s is that the right people are assigned to them. Because of this it is crucial how individuals are selected for projects. A survey was sent to members of the Project Management Association of Iceland with the aim to explore the start-up of projects. The survey seeks to answer questions on how individuals are selected for projects, what characteristics are important when individuals are selected and whether the project manager has the power to select the individual participants in the projects that they manage. And finally whether project manager´s think that a "resource bank" would help in the selection of individuals and what information they want to see in the bank. The main findings are that only half of the participants have the power to select individuals in project groups. Participants think that it is important to know the individuals or that someone recommends them. The characteristics that participants think are most important when selecting individuals for project groups are; interest in the project, expertise, communication skills, general experience and personality. And finally almost half of the participants think that the resource bank would benefit them in selecting participants.
  Keywords: project management, project manager, project groups, resource bank.

Samþykkt: 
 • 29.8.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16306


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Úllen, dúllen doff og það varst þú..pdf383.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna