is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1631

Titill: 
  • Líkamsímynd íslenskra unglinga og áhrif hennar á aðferðir við þyngdarstjórnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn var líkamsímynd 14 og 15 ára íslenskra unglinga könnuð í tengslum við þær aðferðir sem þeir nota til að léttast eða viðhalda þyngd sinni. Kynjamunur var m.a. skoðaður í því samhengi. Margir þættir geta haft áhrif á líkamsímynd unglinga, t.d. fjölmiðlar, þyngd eða líkamsþyngdarstuðull, stríðni og félagslegur þrýstingur. Megrun og fleiri leiðir sem eiga að stuðla að aukinni þyngdarstjórnun endurspegla oft á tíðum neikvæða líkamsímynd unglinga. Sett var fram ein rannsóknarspurning og fimm tilgátur sem skoðuðu t.a.m. hver líkamsímynd unglinga var, hvort fleiri drengir hefðu jákvæða líkamsímynd en stúlkur og hvort unglingar hefðu notað óheilbrigðar aðferðir við þyngdarstjórnun. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 166 nemendur úr fimm grunnskólum í þéttbýliskjarna á landsbyggðinni, 53,6 prósent stúlkur og 46,4 prósent drengir. Hentugleikaúrtak var notað við val á þátttakendum. Mælitækið var spurningalisti með 25 atriðum sem greinarhöfundar sömdu og var honum ætlað að mæla lífsvenjur og líkamsímynd þátttakenda. Við úrvinnslu gagna var stuðst við marktektarprófið kí-kvaðrat og fylgniprófanir Pearson’s r og Kendall’s tau-c. Miðað var við 95 prósent marktektarmörk. Allar tilgátur rannsóknarinnar stóðust. Niðurstöðurnar sýndu að líkamsímynd unglinga hefur áhrif á þær aðferðir sem þeir nota við þyngdarstjórnun en tæplega helmingur unglinga með neikvæða líkamsímynd höfðu notað óheilbrigðar aðferðir í þeim tilgangi. Mun fleiri drengir höfðu jákvæða líkamsímynd en stúlkur. Líkamsþyngdarstuðull unglinga getur spáð fyrir um þörf þeirra fyrir að léttast en langflestir þeirra unglinga sem voru með líkamsþyngdarstuðul yfir 25 vildu léttast. Þó vildu yfir helmingur unglinga með líkamsþyngdarstuðul undir 25 léttast. Í ljós kom að stúlkur höfðu frekar notað óheilbrigðar aðferðir við þyngdarstjórnun en drengir. Einnig höfðu mun fleiri stúlkur farið í megrun en drengir. Niðurstöðurnar benda til þess að þeir þættir sem geta haft áhrif á líkamsímynd unglinga hafi meiri áhrif á stúlkur en drengi. Fræða þarf unglinga betur um skaðsemi þess að nota óheilbrigðar aðferðir við þyngdarstjórnun og benda þeim á hvaða heilbrigðu leiðir eru í boði, vilji þeir léttast eða viðhalda þyngd sinni.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 10.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1631


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líkamsímynd og þyngdarstjórnun.pdf373.4 kBLokaður"Líkamsímynd íslenskra unglinga og áhrif hennar á aðferðir við þyngdarstjórnun" - heildPDF
Útdráttur.pdf138.49 kBOpinn"Líkamsímynd íslenskra unglinga og áhrif hennar á aðferðir við þyngdarstjórnun" - útdrátturPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf136.17 kBOpinn"Líkamsímynd íslenskra unglinga og áhrif hennar á aðferðir við þyngdarstjórnun" - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf150.68 kBOpinn"Líkamsímynd íslenskra unglinga og áhrif hennar á aðferðir við þyngdarstjórnun" - heimildaskráPDFSkoða/Opna